Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 163
»Áss hinn almáttki«.
Eftir Jakob Jóh. Smára.
Nokkur vafi leikur á því, við hvaða goð sé átt í eið-
stafnum forna, þar sem nefndur er „áss hinn almáttki“
(»hjálpi mér svá Freyr ok Njörðr ok áss enn almáttki",
Landnáma), en flestir munu vera þeirrar skoðunar, að
tar sé átt við Óðin eða Þór. En Finnur próf. Jónsson
segir réttilega (í „Goðafræði Norðmanna og lslendinga“,
1913), að „orðið „almáttki áss“, er vér hyggjum merki
Óðin, er því ekki með öllu rétt, og heldur ekki rétt um
neinn annan (t. d. um Þór, er sumir halda að sé táknaður
nieð því)“. Hvað gat þá forfeðrum vorum gengið til þess,
að fara með augljós ósannindi í eiðstafnum, hinum helg-
asta formála, sem þar að auki var notaður til úrskurðar
Uln sannindi framburðar eða mála yfirleitt? Það verður
ekki séð, að þá hafi rekið nein nauður til þess, enda virð-
það mjög illa til fallið, ef þeir hefðu gert það.
Það er líka einkennilegt, að þessi guð skuli ekki vera
nefndur eiginheiti sínu, eins og Freyr og Njörður, ef hann
hefir átt nokkurt eiginheiti, t. d. heitið Óðinn eða Þór.
Það virðist ekki vera nein ástæða til þess, að nefna ekki
nafn hans, ef það hefði verið alkunnugt, eins og t. d. Óð-
lnn eða Þór.
Það lítur því svo út, sem fornmenn hafi tignað eða
a- m. k. haft hugmynd um nafnlausan guð (yfirguð), sem
ekki var blótaður (um það finnast engar menjar), en var
kaldinn vera vörður eiða (og þar með sennilega alls sið-
gseðis). Hann hefir verið almáttugur, en sennilega skipt
11