Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 53
Skírnir]
Goðorðaskipun og löggoðaættir.
51
Þá Helgi og Hámundur í Eyjafirði og Eyvindur í Reykja-
dal. Þar sem nú þrjár goðaættir búa í hvoru þinginu ■—
Húnavatns- og Hegranesþingi — er auðsætt, að Reyk-
dælagoðar, niðjar Eyvindar Þorsteinssonar, hafa átt þing
með Eyfirðingagoðum í fyrstu, því aðeins þannig má það
samrýmast, að þrjú hafi þingin verið í fjórðunginum og
Þrjú goðorð forn og full í þingi hverju.
Þá er komið að Austfirðingafjórðungi. í Múlaþing-
um eru þessir 6 landnámsmenn taldir göfugastir: „Þor-
steinn hvíti, Brynjólfur hinn gamli, Graut-Atli og Ketill
Þiðrandasynir, Hrafnkell goði, Böðvar hinn hvíti“. Kem-
ur þessi upptalning heim við reglu þá, sem gilt hefir um
búsetu hinna göfugustu landnámsmanna í Vestfirðinga-
°g Norðlendingafjórðungi. Hvervetna eru 3 landnáms-
°ienn taldir úr hverju hinna fornu þinga. Fyrsta afbrigð-
inu mætum vér þá er komið er að Skaptafellsþingi, því að
þaðan eru tekin upp á skrána nöfn 4 landnámsmanna.
Hinir göfugustu landnámsmenn þar eru: „Hrollaugur son
Rögnvalds jarls, Össur son Ásbjarnar Heyangurs-Bjarn-
^rsonar, sem Freysgyðlingar eru frá komnir, Ketill fíflski,
Leiðólfur kappi“. Einu nafni er hér ofaukið á skránni.
Nú vitum vér, að Ketill hinn fíflski var kristinn maður
°g einnig niðjar hans, Kirkjubæjarmenn.4 Kemur því vart
til mála, að þeir hafi farið með löglegt goðorð í heiðn-
um sið.
Úr Sunnlendingafjórðungi eru 11 landnámsmenn tald-
ir á skránni, 3 úr Rangárþingi: „Hrafn hinn heimski,
Ketill hængur, Sighvatur rauði“, 2 úr Árnesþingi: „Há-
steinn Atlason, Ketilbjörn hinn gamli“, og loks 6 úr Kjal-
arnesþingi: „Helgi bjóla, Ingólfur, Örlygur hinn gamli,
Kolgrímur gamli, Björn gullberi, Önundur breiðskeggur“.
— Hefir þessi ruglingur á landnámsmannatalinu í Skapta-
fells-, Árnes- og Kjalarnesþingi, ásamt því að flestir fræði-
menn hafa haldið, að fjórðungamót hafi frá því fyrsta
verið við Hvalfjörð, sennilega mestu um það ráðið, að
beir hafa gengið þess duldir, hvers eðlis tal hinna göfug-
ustu landnámsmanna er.
4*