Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 207
Skírnir]
Munur karla og kvenna.
205
Hvað segja gáfnaprófin? Á vitsmunum og á rökvísi er
hinn meðfæddi mismunur svo lítill, að varla er hægt að
greina hann. Konur kunna að virðast órökvísari en karl-
ar í daglegu lífi, en það kemur ekki aðallega af því, að
þær séu óhæfar til rökhugsunar, heldur af hinu, að til-
finningarnar trufla þær og að þeim er gjarnt að fylgja
hugboði sínu og skjótri samúð. Meðaltölin fyrir karla og
konur eru nálega alveg eins í öllum prófum á hinum æðri
sálarstörfum, að svo miklu leyti sem þau eru komin undir
toeðfæddum hæfileikum.
Þeir, sem vefengja þessa niðurstöðu, vitna venjulega
í söguna. Teljið þið, segja þeir, þá sem teknir eru 1 „æfir“
tjóðanna; af þúsund frægustu mönnum í veraldarsögunni
eru ekki nema þrjátíu og tvær konur og flestar þeirra eru
fraegar aðeins í einni grein, sem sé í bókmenntum eða
skáldskap; hinar eiga blátt áfram frægð sína að þakka
þeirri tilviljun, að þær voru af tiginni ætt eða fagrar. En
kér eru tvær alvarlegar villur í. Fyrst er það, að auðvelt
er að skýra það, að minna hefir kveðið að konum í vís-
indum, með því að þær skorti tækifæri. í öðru lagi er það
11:1 Jög ósanngjarnt að mæla flokk manna aðeins með öðr-
endanum á mælikvarðanum. Karlmenn eru venjulega
fiHklu ólíkari hver öðrum en konur. Þess vegna eru fleiri
karlmenn meðal öfganna. Farið í hælin eða fangelsin og
þér munuð komast að raun um, að hafi karlmennirnir
laSt til flesta mannvini og andans afburðamenn, þá hafa
þeir líka lagt til flesta glæpamenn, vitfirringa og fávita.
Eina örugga leiðin til að finna mun á meðfæddum hæfi-
ieikum er því sú, að halda sérstök gáfnapróf á stórum
kópum manna, sem taka má sem dæmi. Niðurstöðurnar
sýna undantekningarlaust, að munurinn á vitsmunum
karla og kvenna er ákaflega lítill.
Um nám skiptir öðru máli. Stúlkur standa sig venju-
iega vel í bókmenntalegum efnum — lestri, stafsetningu,
stíl og þvíumlíku. Drengir eru betri í stærðfræði. Þó eru
stúlkur, jafnvel í reikningi, venjulega nákvæmari í því,
Sem ekki þarf annað til en að muna reglur og töflur;