Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 93
Skírnir] Alexander Pópe og íslenzkar bókmenntir.
91
an Og snilldarlegan orðabúning, og bragfimin að sama
skapi. Ljóðlínur þaðan, eigi síður en úr Essay on Critic-
ism, lifa enn á vörum manna. Eflaust á það einnig sinn
bátt í því, að þar er hreint ekki lítil heilbrigði í hugsun
°g ærin hagsýni í lífsreglum; enda var Pópe, þótt eigi
vseri hann neinn verulegur hugsuður, athugull á líf sam-
tíðarinnar, innan þeirra takmarka, sem hann þekkti það
af eigin reynd.
Bréfið til Arbuthnots læknis er bráðsnjallt háðkvæði;
einkum er snilldinni í lýsingunni á Addison við brugðið,
heflaðar ljóðlínurnar eru hárbeittar örvar, sem fljúga
beint í mark. Kvæðið er einnig merkilegt fyrir það, að
skáldið fræðir lesandann þar meir um sjálfan sig heldur
en í nokkru öðru kvæða sinna.
Pópe dó á landsetri sínu í Twickenham 30. maí 1744,
°g er grafinn í hvelfingu í kirkju bæjarins. Var það í
raun réttri stór furða, að hann skyldi verða freklega hálf-
sextugur að aldri, þegar þess er gætt, að hann átti bæði
við örkuml og sjúkleika að stríða; hann gat hvorki klætt
sig né afklætt hjálparlaust, enda kallaði hann sjálfur líf
sitt „langvarandi sjúkdóm“ (long disease). í ljósi þeirr-
ai staðreyndar glöggvast margt í fari hans og bókmennta-
ieg afrek hans sveipast enn meiri ljóma. Örkuml hans og
sjúkleiki hafa vafalaust átt sinn þátt í skapbrestum hans,
gert hann uppstökkari og kaldrifjaðri en ella hefði verið.
bví þó að hann væri tryggur vinum sínum, ræktarsamur
við foreldra sína og gæti verið hinn hjálpsamasti, var
hann einnig hégómagjarn, brögðóttur og hefnigjarn úr
hófi fram. Hins vegar fær maður eigi annað en dáð,
hvernig hann sigraðist á veikindum og örkumlum sínum,
°g þurfti eigi lítið viljaþrek til slíks. Hefir hann bersýni-
lega verið gæddur miklu meiri þrautseigju en almennt
gerist.
Og hvar verður Pópe þá skipað til bekkjar í Braga-
höll? Um það hafa verið næsta skiptar skoðanir, og verða
ekki síður nú, jafn fjarskyld og öld vor er öld hans að
bókmenntasmekk og tíðaranda. Hann er 18. aldar skáld