Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 134
132
Ómagahald, matgjafir o. fl.
[Skírnir
ið þessari starfsemi áfram alla tíð, meðan hún stóð. Á
allmörgum stöðum má sanna, að svo hafi verið. Það er
og ekki að efa, að raddir hefðu um það heyrzt, ef kirkjan
hefði verulega vanrækt svo mikinn lið af starfsemi sinni
og svo vinsælan. En þess verður hvergi vart.
Loks þykir rétt að taka fram, að vafalítið má telja,
að máldagarnir gefi alls ekki fullkomna hugmynd um
þessa líknarstarfsemi kirkjunnar. Hún hefir vafalítið
verið enn yfirgripsmeiri en hér hefir verið lýst.
Af tilviljun sést það af Biskupasögunum, í hve stór-
um stíl þessi starfsemi hefir verið rækt heima á Hólum,
a. m. k. í tíð Lárentíusar biskups. En enginn stafur finnst
fyrir því í máldögunum. Og enginn stafur finnst fyrir
því í máldögunum, að slík starfsemi hafi verið rækt í
Skálholti, eða á flestum klaustranna, né á allmörgum
hinna auðugustu staða, t. d. Odda, Vallanesi, Múla, Sauða-
nesi, Laufási, Staðastað o. fl. o. fl. Miklu sennilegi'a er,
að máldagarnir séu ófullkomnir að þessu leyti — að elzti
máldaginn sé glataður, þar sem ákveðið var um þetta, og
svo ekki tekið upp í þá síðari — en að enginn þess konar
starfsemi hafi farið fram á þessum stöðum og mörgum
fleiri, sem nefna mætti.
f einu máldagasafninu norðlenzka — Ólafs Rögn-
valdssonar — kemur það fram, að 19 kristsfjárjarðir eru
í því biskupsdæmi fyrir norðan Öxnadalsheiði (D. I. V,
485—86). Aðeins af tilviljun er það kunnugt annars stað-
ar frá um einstaka af þessum jörðum, að þar annaðist
kirkjan þess háttar líknarstarfsemi.
Að vísu sést það af öðru, að kristnihald í katólskum
sið hefir einmitt orðið einna þroskamest einmitt í þessum
sýslum, en engu að síður bendir þetta og í áttina, að þessi
líknarstarfsemi katólsku kirkjunnar hafi verið enn al-
mennari en ráðið verður af máldögunum og það ef til vill
allverulega.