Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 141
Skírnir]
Merkilegt örnefni.
139
í greindu kaupbréfi eru landamerki Sævarlands til-
tekin og jörðin er seld „ítölulaus að undanteknum hval-
reka og viðreka hinum stærra frá Raufarbergi og vestur
yfir ós (þ. e. Laxárós) til móts við Þorbjargarstaði“.
Landamerki milli Reykja og Sævarlands eru tilfærð eftir
lýsingu Hallvarðs, og virðist svo sem við sjóinn sé Rauf-
arberg rekamark, sbr. „frá Raufarbergi". Brynjólfur fað-
ir Björns átti þá Reyki, og það má geta því nærri, að
Björn hefir rækilega fylgzt með landamerkjalýsingu Hall-
varðs. Virðist hann og vera henni samþykkur, því að kaup-
bréfið vottar hann athugasemdalaust (DI. III., 337).
En hver var þá eigandi að hvalreka og viðreka hin-
um stærra á tilgreindri rekafjöru? í Rekaskrá Hólastóls,
sem er ársett 1374, þó að sumt í henni sé miklu eldra, er
komizt svo að orði: „Hólastaður á hálfa hvalreka við
Hvammskirkju í Laxárdal, svo víða sem hún á í“ (DI III.,
281). Eg get ekki fundið aðra heimild um þetta fyrir
þennan tíma, og í máldögum Hvammskirkju frá þessari
öld er ekki minnzt á rekaréttindi kirkjunnar. Samt má
ganga að því gefnu, að áður „undantekinn hvalreka og
viðreka hinn stærra“ hafi Hólastaður og Hvammskirkja
átt á umræddri rekafjöru, og verður það ljóst af því, er
síðar verður getið.
Hér skal tekið fram, að biskupar og prestar hafa
ttijög sókzt eftir viðar- og hvalrekafjörum. Sýnir áður-
nefnd rekaskrá, að Hólabiskupar höfðu þá sölsað undir
sig nálega öll fjörugögn, einkum viða og hvala, í Húna-
vatns-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslum. Hvalrekar
voru alltíðir á þeim öldum og biskupar reyndu að klófesta
minna búsílag en þá. Og fjárgróðagreipar biskupanna
létu það sjaldan laust, er taki varð á komið, og sízt af
öllu hvalrekana, þó að eignarétturinn væri vafasamur.
Það var þýðingarlaust fyrir smábændur að etja kappi við
kirkjuvaldið á þeim tímum. Og jafnvel ríkilátir höfðings-
bændur urðu að láta í minni pokann fyrir biskupum og
dómaliði þeirra, þótt málstaður leikmanna væri hinn rétti.
En nú víkur málinu aftur til Björns Brynjólfssonar.