Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 218
216
Ritfregnir.
[Skírnir
runa. — Af háttum, hjátrú og menningarsögulegum atriðum skal
eg rétt nefna: lík jarðað kistulaust (bls. 77), staursett (116), nagl-
ar reknir aftan í leiði (118) og skónálar reknar í iljar (126) til að
varna reimleika; um bekkbaðstofu er getið (124). Af fróðleiks-
sögnum um einstaka menn er einna skemmtilegast bað, sem segir
af Helga í Rauðsdal (bls. 43—48). Einu sinni var hann að slá og
kallaði til piltanna að hvíla sig: „Við skulum kasta okku.r, piltar,
sofna fljótt, vakna fljótt aftur og fara að slá“. Hann var fljóthuga.
En kona hans var allra kvenna seinlátust. Eitt sinn varð manni
illt, og bað Helgi konu sína að sækja vatn. Hún fór, en Helgi var
of bráðlátur að bíða og fór á móti henni og mætti henni í dyrun-
um. Þá sáu menn, að honum varð bilt, og hugðu, að liða mundi
yfir hann, og spurðu, hvort honum væri illt. „Ónei“, sagði Helgi,
„ekki er það, en það kemur alltaf yfir mig felmtur, þegar eg sé
hana Katrínu mina hlaupa". Ekki var Helgi kvellisjúkur, en eitt
sinn fékk hann þó verk fyrir brjóstið, og lét hann þá piltana bera
sig; út á hlaðvarpa; hann vildi skemmta sér við að sjá þá slá. Þar
lá hann, og þegar komið var að honum aftur, var hann örendur.
I Sagnaþáttum af Vatnsleysuströnd eftir fræðimanninn Krist-
leif Þorsteinsson á Kroppi segir frá háskalegri sjóferð, þar sem
allir skipsmenn létu lifið nema tveir. Frásögnin af þeirri miklu
mannraun er þungamiðja þáttanna, með þeim draumum og foi’-
spám, sem þar að lúta. En auk þess er hér nokkuð sagt frá lifn-
aðarháttum manna þar syðra, og bendir það fram á leið. Eg gat
um þetta verkefni í síðasta ritdómi mínum og hvatti séra Jón að
taka sér fyrir hendur að rita um það. Þetta er nú fullráðið, c.7
séra Jón hefir sent út til ýmissa manna áskorun um að láta hon-
um í té frásagnir af þessu; fylgir þar listi yfir þau efni, sem helzt
er um að ræða. Það er mjög æskilegt að sem flestir þeirra, sem
fróðir eru um þessi mál, vildu styðja Jón í þessu ágæta starfi.
E. Ó. S.
Joost de Lange: The relation and development of Engl>s^
and Icelandic outlaw-traditions. Harlem 1935.
Paula C. M. Sluijter: Ijslands volksgeloof. Harlem 1936.
Þessar tvær bækur eru doktorsritgerðir frá háskólanum í U*L'
recht á Hollandi, og eru höfundarnir lærisveinar próf. van Hamels,
sem kunnur er orðinn hverju mannsbarni hér á íslandi. Bera þessi
rit þess skýran vott, hve áhugi vísindamanna fyrir íslenzkum efn-
um hefir aukizt á Hollandi síðan van Hamel kom til skjalanna.
Annar höfundurinn, frk. Sluijter, var í flokki með stúdentum þeim,
sem van Hamel kom með til íslands 1932, enda má sjá þess mjöST
merki í þeirri bók, að höfundurinn hefir verið hér á landi og veit,
hversu hagar hér til.