Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 185
Skírnir]
Wídsíð = Víðförull.
183
um 375—425, fyrir daga Atla, því að hans er annars ekki
getið neins staðar í sögnum um þær, nema þá hér, en Ma-
lone hyggur, að „Atla ljóðar“ sé kenning ein fyrir Húna.
í Hervararsögu eru höfðingjar Gota Ormar og Angan-
týr, tjlfar hefir fallið í gleymsku. En öllum þrem, Wíd-
síð, Saxo og Hervararsögu, kemur ásamt í þrem aðalat-
riðum: þau segja frá árás Húna á þjóð við Eystrasalt,
láta orrustuna fara fram í Vístludalnum, og segja sög-
una frá sjónarmiði hinnar ásóttu þjóðar.
Alls óljóst er um kappa þá, sem nefndir eru í 123.
línu, en Malone ætlar, að þeir sé Borgundar, því að Gíslar
(Gíslhere) var það með vissu. Viðurgjald (Wiþergield)
kemur fyrir í Bjólfskviðu og er þar talinn einn af Höð-
körðum; má vera að Friðrekur sé það líka.
Viðga og Heimi (Wudge, Háma) eru frægir, eigi að-
eins í enskum kvæðum (Háma, Bjólfskviða, Widia, Wald-
ere) og þýzkum, heldur og í norrænum ritum: í Grípis-
sPá, Snorra Eddu, Völsunga sögu, Ragnars sögu Loðbrók-
nr (Heimir X1) og Þiðriks sögu. — í Þiðriks sögu er Viðga
sonur Velents (Völundar), seinna gerast þeir Viðga og
Heimir vinir og félagar. Malone ætlar, að þeir hafi verið
gotneskir herkonungar, er hafi rutt sér til rúms í erlend-
uni ríkjum, og því kallar Wídsíð þá útlaga (wræccan),
bað kemur því miður ekki fram í þýðingunni.
Hér verður nú látið staðar numið, má vera að mörg-
um hefði þótt fyrr betra, og ekki vert að verja svo mikl-
uni tíma og rúmi í skýringar á þurrum þulum aftan úr
forneskju. Því verður samt ekki neitað, að þessar þurru
Þulur bregða ljósi eigi aðeins á fornar hetjur og sagnir í
kinum elztu bókmenntum vorum, heldur líka á bókmennt-
U’nar sjálfar: uppruna þulunnar. Auk þess skýrir kvæð-
ið eigi aðeins mörg einstök mannanöfn, sem fyrir koma í
hinum íslenzku þulum (Fróði, Gauti, Glammi, Heimi,
Hnefi, Hróarr, Hundingur, Húnn, Hvalr, Mysingur), held-
Ur og önnur heiti þar og annars staðar í skáldamáli (hæk-
ingur, ljónar, liðar, ýtar). Loks má benda á tvennt, sem