Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 65
Skírnir]
Trú og vísindi.
63
und: rannsókn á þróun mannssálarinnar). Hann hefir
safnað þar saman hinu helzta úr bókmenntum allra alda,
eT lýsir þessari heimsvitund, sem hann telur að sama skapi
æðri en hversdagslega sjálfsvitund vora sem sjálfsvitund-
in er æðri en vitund dýranna. En reynslu sinni lýsir hann
á þessa leið:
„Eg hafði verið um kvöldið í stórri borg með tveim-
ur vinum mínum og verið að lesa og ræða skáldskap og
heimspeki. Við skildum um miðnætti. Eg ók langa leið í
kerru heim til mín. Kyrrð og friður var í huga mér eftir
hin djúpu áhrif hugsananna, hugmyndanna og geðshrær-
inganna, sem vaknað höfðu við lesturinn og viðræðurnar.
Eg var í rólegu unaðarmóki, var ekki eiginlega að hugsa,
heldur lofaði hugsunum, myndum og hugarhræringum að
streyma svo að kalla sjálfkrafa um huga mér. Allt í einu,
fyrirvaralaust var eg sveipaður skýi með logalit. Mér datt
sem snöggvast eldur í hug, feiknabál einhverstaðar
skammt frá í hinni miklu borg; þar næst vissi eg, að eld-
urinn var í sjálfum mér. Rétt á eftir varð eg gagntekinn
fögnuði, ómælanlegri gleði, og með henni eða rétt á
eftir henni kom andleg uppljómun, sem ekki er unnt að
!ýsa. Meðal annars varð það ekki einungis trú mín, held-
ur sá eg, að alheimurinn er ekki samsettur af dauðu efni,
heldur er, þvert á móti, lifandi vera; eg fann í mér hið
eilífa lífið. Það var ekki sannfæring um það, að eg mundi
eignast eilíft líf, heldur meðvitund um það, að eg ætti þá
eilíft líf; eg sá, að allir menn eru ódauðlegir; að heims-
skipulagið er þannig, að allir hlutir undantekningarlaust
starfa saman til góðs fyrir hvern einstakan og alla; að
grundvöllur heimsins, allra heima, er það, sem vér köllum
kærleika, og að sæla hvers og eins er, þegar til lengdar
lætur, algerlega vís. Sýnin stóð fáeinar sekúndur og hvarf
svo; en endurminningin um hana og sú tilfinning, að það,
sem hún kenndi, væri veruleiki, hefir haldizt þann aldar-
fjórðung, sem liðinn er síðan. Eg vissi, að það, sem eg
sá í sýn, var satt. Eg hafði fengið þá útsýn, að eg sá, að
það verður að vera satt. Þessari skoðun, þessari sannfær-