Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 128
126
Ómagahald, matgjafir o. fl.
[Skírnir
„sá maður, er kirkjufé varðveitir, skal gefa þurfamönn-
um hinn tíunda hluta af hvaltíund“ (D. I. II, 444; V, 464).
Á Álftamýri vestra á að „gjalda 18 álnir vaðmáls og gefa
þurfamönnum á hverju hausti og skipta með annarri tí-
und“ (D. I. I, 97). Á Höskuldsstöðum á Skagaströnd á að
greiða fátækum mönnum 2 hundruð (D. I. II, 471; III,
171) og á Ytra-Hóli hálft annað hundrað (D. I. III, 505).
Á Þverá á Síðu „skal gefa eyri til klæða hverjum ómaga
á 12 mánuðum, þeim er á kristsbúinu situr“ (D. I. III,
192), á Hálsi í Hamarsfirði á að lúka 6 aura toll fátæk-
um mönnum (Vilkin) og á Bessastöðum í Fljótsdal má
„reiða út ef vill þetta hundrað í vaðmálum, mat eða skæð-
um þeim fátækum mönnum, sem hann vill, og sé sá eigi
lögkominn á fé hans“ (D. I. I, 92).
Um þessi dæmi, sem nú hafa verið nefnd, gildir það,
að algerlega er lagt á vald kirkjuhaldara, þ. e. langsam-
lega oftast prests, hvenær og hverjum hann veitir gjaf-
irnar. En hitt er enn tíðara að binda t. d. matgjafir og
klæða við stórhátíðir, messudaga, eða ártíðardag gefand-
ans, og stundum eiga ættmenn að sitja fyrir.
Á Bessastöðum í Fljótsdal er kirkjubónda „skylt að
veita hús fátækum mönnum öllum hvaðan sem að koma
hvert laugarkveld og fyrir postulamessur allar og stærri
hátíðir“ (Vilkin; D. I. VII, 461). Er þá messa að morgni
og liggur sú hugsun vitanlega á bak við þetta og lík ákvæði.
Matgjafir á stórhátíðum eru mjög algengar og vit-
anlega ágætlega til hvors tveggja fallnar, að draga al-
menning að kirkjunni og varpa ljóma yfir helgidaga
kirkjunnar. Á Möðrudal á Fjöllum gafst „kýr með þeim
skilmála, að þar skal gefast af pund matar eða eyrir vað-
máls að Þorláksmessu fyrir jól árlega fátækum mönnum“
(Vilkin). — Á Sjávarborg í Skagafirði er gefin kýr með
því skilorði, að gefast skuli 2 fjórðungar smjörs ævinlega
á Andrésmessu (D. I. III, 530), en þeim dýrlingi var
kirkjan helguð. — Á Reykjum í Mosfellssveit er kýr ein
og á að gefa nyt hennar Maríumessur allar og fæða þurfa-
mann (D. I. I, 58). Á Ökrum í Skagafirði eru gefnar 3