Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 199
Skírnir]
Kaupstaðarferð.
197
væru, þegar hversdagsfötin voru engu ófínni en spariföt-
in mín, og einu var eg staðráðin í, eg ætlaði að búa í kaup-
stað, þegar eg væri orðin stór.
Ekki bjó eg lengi að þessari kaupstaðarparadís minni
fremur en Adam afi okkar að aldingarðinum Eden, því að
næsta dag var komið með hesta handa okkur heiman að,
°g nú áttum við að ríða heim. Að vísu hefði eg kosið að
dvelja nokkuð lengur og sjá og fræðast á mörgu og miklu,
sem við sveitabörnin vissum engin deili á, en allt um það
hugði eg gott til heimferðarinnar, því að þótt eg væri
nkki eldri en 7 ára, gat eg vel setið á hesti, og átti í vænd-
um að kanna ókunna stigu og fara um sveitir fornmanna,
sem eg hafði lesið um í Eyrbyggju.
Við lögðum á stað á líðandi hádegi, riðum til Helga-
fells, og áðum undir Munkaskörðum. Það eru klettaklif
ekki allhá skammt frá Helgafelli. Segir sagan, að þegar
síðustu munkarnir voru hraktir frá Helgafelli, við siða-
skiptin, hafi þeir hvílt sig í skörðunum, horft til staðar-
»ns og lagt alla óhlessun yfir hann. Hefir og sú raun orð-
hér á, að jörðin hefir með tímanum gengið úr sér og
Þykir nú engin kostajörð.
Síðan riðum við til Vigraf jarðar, hann hefir um langt
skeið verið og er enn kallaður Sauravogur. Þar börðust
fil forna Álftfirðingar og Eyrbyggir á ísum; segir mikið
af hreysti og harðfengi þeirra í Eyrbyggjasögu. Svo ligg-
ur leiðin til Álftafjarðar. Pabbi sýndi mér Bægifótshöfða;
har var heygður Þórólfur bægifótur, en hann gekk aftur
°g varð að grafa hann upp og brenna skrokkinn, og linnti
há afturgöngunni. Álftafjörður er grunnur og útfiri svo
^hkið, að ríða má um fjöru fjörðinn þveran að innan-
Verðu, styttir það til muna leiðina.
Austanvert við Álftafjörð er fjall mikið, upp í miðri
fjallshlíðinni er dalvergi og hamrar fyrir ofan og neðan;
halur sá heitir Borgardalur. Þar bjó til forna kona sú, er
Geirríður hét. „Hún lét setja skála sinn á þjóðbraut þvera
°g skyldu allir menn ríða þar í gegnum. Þar stóð jafnan
horð og matur á, gefinn hverjum, sem hafa vildi. Af slíku