Valsblaðið - 01.05.1984, Síða 3

Valsblaðið - 01.05.1984, Síða 3
V VALSBLAÐIÐ 36. TÖLUBLAÐ — 1984 ÚTGEFANDI: Knattspyrnufélagið VALUR. Félagsheimili, íþróttahús og leikvellir að Hlíðarenda við Laufásveg. Umsjón með efni og auglýsingum: Hörður Hilmarsson. Setning, umbrot og prentun: Prenttækni, Kópavogi. Pétur Sveinbjarnarson formaður Vals: iBR 40 ára í ágústmánuði síðast liðnum var Iþróttabandalag Reykjavíkur 40 ára. ÍBR er málsvari íþróttafélaganna í Reykjavík gagnvart borgaryfirvöldum og öðrum opinberum aðilum, og vettvangur til umræðna og skoðanaskipta um íþróttamál. ÍBR hefur komið mörgum góðum málum til leiðar og stuðlað að eflingu íþróttastarfs í borginni. Valsmenn vilja því á þessum merku tímamótum í sögu bandalagsins færa forystumönnum þess fyrr og nú bestu þakkir. Frá því ÍBR var stofnað hefur margt breyst í íþróttamálum höfuðborgarinnar. Fyrir 40 árum voru íþróttafélögin í Reykjavík mun færri, keppnisgreinar ekki margar og aðstaða til þjálfunar og keppni fábrotin. I raun voru íþróttamannvirki í Reykjavík aðeins tvö: íþrótta- völlurinn við Suðurgötu og Sundhöllin við Barónsstíg. Iþróttafélögn sáu æsku Reykjavíkur fyrir íþrótta- og félagsstarfi ásamt skátum, KFUM og góðtemplurum. Síðustu tvo áratugi hefur Reykjavíkurborg í sívaxandi mæli tekið á sínar herðar æskulýðs- og félagsstarf í borginni, — oft í beinni samkeppni við félög og samtök þeirra. Æskilegra hefði verið að efla og styðja íþrótta- og æskulýðsfélögin til aukins starfs, en að fjölga stöðugt launuðum leiðbeinendum á vegum Reykjavíkurborgar. Fagna ber glæsilegum íþróttamannvirkjum, sem Reykjavíkurborg hefur byggt af miklum myndarskap. Má þar sérstaklega nefna íþróttamannvirkin í Laugardal, Bláfjallasvæðið og fjölgun sundstaða. Allt eru þetta framkvæmdir í þágu reykvísks æskufólks og í mörgum til- vikum landsmanna allra. Það er hinsvegar umhugsunarefni öllum þeim sem starfa að íþrótta- og æskulýðsmálum hvort æskilegt jafnræði ríki í fjárveitingum til borgarmannvirkja annars vegar og til fram- kvæmda íþrótta- og æskulýðsfélaganna í Reykjavík hins vegar. Er ekki betra að búa svo að félögunum að þau geti 1 vaxandi mæli tekið á móti ungu fólki til þjálfunar og keppni, svo og sinnt þeim aukna fjölda fólks sem leggur stund á íþróttir sér til heilsubótar og skemmt- unar? Er ekki betra að virkja þetta áhugasama fólk innan félaganna meðþví að skapa því aðstöðu þar í stað þess að reisa og reka fleiri og fleiri mannvirki á vegum borgarinnar sjálfrar? Gleymum ekki þeirri staðreynd að íþróttafélögin eru í senn hornsteinn og aflgjafi alls íþróttastarfs og mannvirki þeirra ódýrustu félagsmiðstöðvar Reykjavíkur. íþróttabandalag Reykjavíkur hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna sem forustuafl reykvískra íþróttafélaga. Ég vona að IBR og íþróttafélögin í Reykjavík beri gæfu til að standa ennþá fastar saman um þau málefni, sem enn bíða óleyst. Þá mun ÍBR miklu áorka. LANOSOUKASAFM 3791Í2

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.