Valsblaðið - 01.05.1984, Side 4
2
VALSBLAÐIÐ
STARFIÐ ER MARGT
ÚR SKÝRSLU AÐALSTJÓRNAR:
Aðalstjórn knattspyrnufélagsins
Vals var kjörin á aðalfundi félagsins
19. apríl 1983. Embættismenn stjórnar
voru endurkjörnir, en þeir eru kosnir
af aðalfundi: Pétur Sveinbjarnarson,
formaður, Ólafur Gústafsson, vara-
formaður, Elías Hergeirsson, gjaldkeri
og Jón H. Karlsson, ritari.
Formenn deilda:
Knattspyrnudeild: Sigtryggur Jónsson/
Grétar Haraldsson.
Handknattleiksdeild: Magnús Á.
Magnússon/Bjarni Jónsson.
Körfuknattleiksdeild: Sigurður Lárus
Hólm.
Badmintondeild: Hrólfur Jónsson.
Skíðadeild: Sigurður Guðmundsson.
Á aðalfundi fulltráaráðs Vals lét
Ægir Ferdinandsson af störfum, sem
formaður, en við tók Gísli Þ. Sigurðs-
son. Formaður Valskvenna á starfs-
tímabilinu var Margrét Kristjánsdóttir.
Starfsmaður aðalstjórnar var sem fyrr
Guðmundur Sigurðsson og hafði hann
umsjón með rekstri íþróttahúss og
öðrum mannvirkjum félagsins að
Hlíðarenda.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir
helstu viðfangsefnum og málum sem
rædd hafa verið af aðalstjórn, en að
V*
öðru leyti vísast til skýrslna einstakra
íþróttadeilda.
1. íþróttaiðkun
Engin breyting var á deildarskipt-
ingu og sendi Valur sem fyrr þátttak-
endur til keppni í knattspyrnu, körfu-
knattleik, handknattleik og bad-
minton. Áfram var unnið að verkleg-
um framkvæmdum á vegum skíða-
deildar, en um langt árabil hefur Val-
ur ekki sent keppendur til þátttöku í
skiðagreinum. Ef litið er á íþróttalega
stöðu og árangur þeirra keppnisgreina,
sem Valsmenn taka þátt í verður hún
að teljast vel viðunandi. Aðalkapplið
léku öll í efstu deild og er Valur eitt
fárra íþróttafélaga, sem státað getur af
slíkum árangri.
Æðstu sigurlaun er að sjálfsögðu
það takmark, sem allir flokkar setja
sér, en íslandsmeistaratitlar eru sjaldn-
ast unnir ár eftir ár. Ástæða er til að
vekja sérstaklega athygli á frábærum
árangri meistaraflokks karla í körfu-
knattleik 1983. Flokkurinn endurtók
frábæran árangur sinn frá keppnis-
tímabilinu '19 - ’80 með því að vinna
alla titla, sem keppt er um í körfu-
knattleik, þ.e. Islands, bikar- og
Reykjavíkurmeistaratitil. Árangur
meistaraflokks kvenna í handknattleik
var einnig frábær 1983, en stúlkurnar
unnu íslandsmótið með glæsibrag. í
knattspyrnu innan félagsins bar hæst
árangur 5. flokks, sem sigraði annað
árið í íöð í ÍsLaodsmótinu. Varðandi
knattleiksgreinarnar þrjár, sem mestr-
ar vinsældar njóta hér á landi, verður
ekki hjá því komist að vekja athygli á
því hve aðstöðumunur breikkar bilið á
milli íþróttafélaga sem starfa í bæjar-
og sveitarfélögum í nágrenni Reykja-
víkur annarsvegar og íþróttafélaganna
í Reykjavík hinsvegar. Félögin í ná-
grenni borgarinnar þurfa fæst að
standa í fjármagnsfrekum fram-
kvæmdum við íþróttahús og aðra
mannvirkjagerð, og njóta mörg hver
mun meiri stuðnings viðkomandi bæj-
arfélags beint og óbeint. Glæsilegum
árangri þessara félaga ber að fagna,
sem og auknu íþróttastarfi úti á lands-
byggðinni, en þessi vaxandi aðstöðu-
munur er vissulega umhugsunarefni
fyrir þá aðila, sem starfa að reykvísk-
um íþróttum.
2. Framkvæmdir
Höfuðviðfangsefni Vals á sviði
verklegra framkvæmda eru:
1. Bygging íþróttahúss og félagsheim-
ilis.
2. Vallarframkvæmdir (flóðlýsing
malarvallar — stúkubygging við
grasvöll og fjölgun valla).
3. Viðgerð félagsheimilis og íbúðar-
húss.
4. Skipulag Hlíðarenda, þar sem
ákveðin er heildarnýting svæðisins
á því viðbótarlandi sem Valur fékk
úthlutað á 70 ára afmæli félagsins,
vestan við núverandi félagssvæði.
Á starfsárinu mörkuðu tveir atburð-
ir einkum þáttaskil í sögu Hlíðarenda.
Fyrstu opinberu heimaleikir Vals í
knattspyrnu voru leiknir á Hlíðarenda
og lokið var við að reisa þakgrind nýja
iþróttahússins. Valur var fyrsta reyk-
()lal'svíkinj>urinn Þorgrimur 1‘ráinsson het'ur synl miklar l'ramfarir uiidaiilarin ár, oy cr iiu iíiiii al-
hezli varnarmartur landsins. Faslur landsliAsmadur.