Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 4

Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 4
2 VALSBLAÐIÐ STARFIÐ ER MARGT ÚR SKÝRSLU AÐALSTJÓRNAR: Aðalstjórn knattspyrnufélagsins Vals var kjörin á aðalfundi félagsins 19. apríl 1983. Embættismenn stjórnar voru endurkjörnir, en þeir eru kosnir af aðalfundi: Pétur Sveinbjarnarson, formaður, Ólafur Gústafsson, vara- formaður, Elías Hergeirsson, gjaldkeri og Jón H. Karlsson, ritari. Formenn deilda: Knattspyrnudeild: Sigtryggur Jónsson/ Grétar Haraldsson. Handknattleiksdeild: Magnús Á. Magnússon/Bjarni Jónsson. Körfuknattleiksdeild: Sigurður Lárus Hólm. Badmintondeild: Hrólfur Jónsson. Skíðadeild: Sigurður Guðmundsson. Á aðalfundi fulltráaráðs Vals lét Ægir Ferdinandsson af störfum, sem formaður, en við tók Gísli Þ. Sigurðs- son. Formaður Valskvenna á starfs- tímabilinu var Margrét Kristjánsdóttir. Starfsmaður aðalstjórnar var sem fyrr Guðmundur Sigurðsson og hafði hann umsjón með rekstri íþróttahúss og öðrum mannvirkjum félagsins að Hlíðarenda. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum og málum sem rædd hafa verið af aðalstjórn, en að V* öðru leyti vísast til skýrslna einstakra íþróttadeilda. 1. íþróttaiðkun Engin breyting var á deildarskipt- ingu og sendi Valur sem fyrr þátttak- endur til keppni í knattspyrnu, körfu- knattleik, handknattleik og bad- minton. Áfram var unnið að verkleg- um framkvæmdum á vegum skíða- deildar, en um langt árabil hefur Val- ur ekki sent keppendur til þátttöku í skiðagreinum. Ef litið er á íþróttalega stöðu og árangur þeirra keppnisgreina, sem Valsmenn taka þátt í verður hún að teljast vel viðunandi. Aðalkapplið léku öll í efstu deild og er Valur eitt fárra íþróttafélaga, sem státað getur af slíkum árangri. Æðstu sigurlaun er að sjálfsögðu það takmark, sem allir flokkar setja sér, en íslandsmeistaratitlar eru sjaldn- ast unnir ár eftir ár. Ástæða er til að vekja sérstaklega athygli á frábærum árangri meistaraflokks karla í körfu- knattleik 1983. Flokkurinn endurtók frábæran árangur sinn frá keppnis- tímabilinu '19 - ’80 með því að vinna alla titla, sem keppt er um í körfu- knattleik, þ.e. Islands, bikar- og Reykjavíkurmeistaratitil. Árangur meistaraflokks kvenna í handknattleik var einnig frábær 1983, en stúlkurnar unnu íslandsmótið með glæsibrag. í knattspyrnu innan félagsins bar hæst árangur 5. flokks, sem sigraði annað árið í íöð í ÍsLaodsmótinu. Varðandi knattleiksgreinarnar þrjár, sem mestr- ar vinsældar njóta hér á landi, verður ekki hjá því komist að vekja athygli á því hve aðstöðumunur breikkar bilið á milli íþróttafélaga sem starfa í bæjar- og sveitarfélögum í nágrenni Reykja- víkur annarsvegar og íþróttafélaganna í Reykjavík hinsvegar. Félögin í ná- grenni borgarinnar þurfa fæst að standa í fjármagnsfrekum fram- kvæmdum við íþróttahús og aðra mannvirkjagerð, og njóta mörg hver mun meiri stuðnings viðkomandi bæj- arfélags beint og óbeint. Glæsilegum árangri þessara félaga ber að fagna, sem og auknu íþróttastarfi úti á lands- byggðinni, en þessi vaxandi aðstöðu- munur er vissulega umhugsunarefni fyrir þá aðila, sem starfa að reykvísk- um íþróttum. 2. Framkvæmdir Höfuðviðfangsefni Vals á sviði verklegra framkvæmda eru: 1. Bygging íþróttahúss og félagsheim- ilis. 2. Vallarframkvæmdir (flóðlýsing malarvallar — stúkubygging við grasvöll og fjölgun valla). 3. Viðgerð félagsheimilis og íbúðar- húss. 4. Skipulag Hlíðarenda, þar sem ákveðin er heildarnýting svæðisins á því viðbótarlandi sem Valur fékk úthlutað á 70 ára afmæli félagsins, vestan við núverandi félagssvæði. Á starfsárinu mörkuðu tveir atburð- ir einkum þáttaskil í sögu Hlíðarenda. Fyrstu opinberu heimaleikir Vals í knattspyrnu voru leiknir á Hlíðarenda og lokið var við að reisa þakgrind nýja iþróttahússins. Valur var fyrsta reyk- ()lal'svíkinj>urinn Þorgrimur 1‘ráinsson het'ur synl miklar l'ramfarir uiidaiilarin ár, oy cr iiu iíiiii al- hezli varnarmartur landsins. Faslur landsliAsmadur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.