Valsblaðið - 01.05.1984, Page 8
r
6
VALSBLAÐIÐ
Grétar Haraldsson formaður knattspyrnu-deildar.
Bikarmeistarar 2. flokks 1984 ásamt þjálfara, formanni knattspyrnudeildar o.fl.
Úr skýrslu stjórnar knattspyrnu-
deildar fyrir starfsárrð 1984.
Á aðalfundi knattspyrnudeildar
Vals sem haldinn var að Hlíðarenda
12. janúar 1984 urðu nokkrar breyt-
ingar á stjórn deildarinnar og bar þar
hæst að formaður deildarinnar og
gjaldkeri létu af störfum, en á þeim
hafði léleg fjárhagsstaða deildarinnar
bitnað mest.
Þegr nýir menn tóku við voru þeir
ftrilir bjartsýni en gerðu sér jafnframt
grein fyrir að verkefnin voru mörg og
brýn.
í upphafi beindust störfin að því að
ráða þjálfara fyrir m.fl. en þjálfarar
annarra flokka höfðu verið ráðnir.
Var þetta verkefni komið í óefni vegna
tíma en í mars var gerður samningur
við Ian Ross, Skota sem áður hafði
m.a. leikið með Aston Villa og Liver-
pool og hafði einaig mikla reynslu sem
þjálfari. Við vorum ánægðir með
ráðninguna en gerðum okkur jafn-
framt ljóst að ráðning erlendra þjálf-
ara hefur oft verið áhættuspil. Það er
hægt að segja að okkur hafi hlotnast
stóri vinningurinn. Ian Ross hefur
reynst frábærlega vel og hefur hann
haft góð tök á starfi sínu, sem kom
gleggst fram í árangri M.fl. Vals, en
við höfnuðum í öðru sæti á íslands-
mótinu og unnum okkur þar með rétt
til þátttöku í Evrópukeppni félagsliða,
UEFA-keppninni á næsta ári. Óhætt
er að segja að menn horfi til næsta
keppnistímabils með bjartsýni og tekið
verði á auknum verkefnum af festu.
Árangur annarra flokka var viðun-
andi, en ekki unnust íslandsmeistara-
titlar. Hins vegar varð Valur Bikar-
meistari bæði í M.fl. kvenna og II.
aldursfl. Þjálfari beggja flokkanna var
Hafsteinn Tómasson. Einnig unnust
Reykjavíkurmeistaratitlar í Meistara-
flokki karla og kvenna svo og IV.
flokki.
Óhætt er að segja að þátttaka í mót-
um og keppnum hafi gengið vel og ver-
ið þeim sem að því stóðu til ánægju.
Það verkefni sem tók mestan tíma
og skilaði því miður ekki viðunandi ár-
angri var fjármálin.
S.l. tvö — fjögur ár hefur hallað all
verulega undan fæti varðandi fjármál
Kn.d. Vals. Varð það til þess að fráfar-
andi stjórn var mjög aðhaldssöm í út-
gjöldum. Er ný stjórn tók við setti hún
sér það mark að framkvæma og gera
það sem nauðsynlegt var í von um að
rætast mundi úr fjármálum.
Á ýmsum sviðum fjáröflunar tókst
vel til og má þar nefna auglýsinga-
samning við Sjóvátryggingarfélag ís-