Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 9
VALSBLAÐIÐ
7
Framtíðarmaður: Hinn efnilegi Bergsveinn Sampstcd tekur við sigurlaunum í bikarkeppni 2. flukks af
lngva Guðmundssyni form. mótanefndar KSÍ.
lands h.f., samstarfssamning við Adi-
das auk sölu á auglýsingaskiltum að
Hlíðarenda. En það verður að segjast,
að viðbrögð margra eldri Valsmanna
ullu vonbrigðum og þá sérstaklega
hversu erfitt er að fá fólk til starfa að
tilteknum verkefnum. Það er nú von
mín að allir Valsmenn taki höndum
saman og bregðist vel við þegar til
þeirra verður leitað á komandi tímum.
Ég er viss um að með sameiginlegu
átaki á okkur að takast að komast út
úr fjárhagsþrengingum og með þá trú
að við komum til með að eiga góðu
gengi að fagna á knattspyrnuvöllunum
í sumar og að okkur takist að efla sam-
stöðu og félagslíf Valsmanna vona ég
að árið 1985 verði gott ár fyrir Knatt-
spyrnudeild Vals.
Grétar Haraldsson
formaður Knattspyrnudeildar Vals
Tveir af bezlu knullspvrnii-
mönnum Vals, Grímur Sæ-
mundsen fyrirliði og Hilmar
Sighvatsson.
VALUR
Reykjavíkur-
meistari 1984
Ársins 1984 verður kannski í
sögu Vals minnst sem ársins
þegar Valur varð Reykjavíkur-
meistari. Öll meistaraflokkslið
félagsins nema í kvennahand-
bolta urðu Reykjavíkurmeistarar
á árinu. Karia- og kvennalið
knattspyrnunnar, körfuknatt-
leiksliðið og karlalið handbolt-
ans unnu sigur í Reykjavíkur-
mótinu, og að sjálfsögðu einnig
nokkrir af yngri flokkum félags-
ins s.s. 2. og 5. flokkur karla í
handknattleik, 4. flokkur í
knattspyrnu og e.t.v. fleiri.
Þetta er kannski ekki merki-
iegur árangur, en ef allir meist-
araflokkar félagsins yrðu ís-
landsmeistarar sama árið, t.d.
1986 á 75 ára afmælinu, yrði
ýmsum brugðið. Hví ekki að
stefna að því?
HH
Anthony Karl Gregory lék sina fyrstu m.fl. leiki 1984 og slóð sig vel. Framtiðar-
maður.