Valsblaðið - 01.05.1984, Side 10

Valsblaðið - 01.05.1984, Side 10
r Alll er nú reynl í Evrópuleikjum! Jakob Sigurðsson landsliðshornamaðurinn Geir Sveinsson, línu- og framlíðarmaður skorar í Evrópuleik. slórel'nilegi reynir skol fyrir ulan. Handknattleikur Úrdráttur úr skýrslu stjórnar handknattleiksdeildar 1982- 1983 Sú stjórn sem kjörin var á aðalfundi deildarinnar í febrúar 1983 var þannig skipuð: Formaður (kosinn sérstaklega á aðal- fundi): Guðmundur Frímannsson. Gjaldkeri: Kjartan Gunnarsson. Með- stjórnendur: Brynjar Harðarson og Erna Lúðvíksdóttir. Fulltrúi í HKRR var Þorberg Ólafs- son, til vara Ágúst Ögmundsson og Guðmundur Frímannsson. Þjálfarar veturinn 1982-1983 voru: M.fl. karla: 2. 0. ” 3. H. ” 4. tt. ” 5. n. ” M.n. kvenna: 3. n. ” Boris Akbashev og Stefán Gunnarsson Boris Akbashev og Þorbjörn Jensson Boris Akbashev og Þorbjörn Jensson Brynjar Harðarson Magnús Blöndal og Egill Sigurðsson Jón Pétur Jónsson Sigrún Guðmundsd. Aimennt um starfið Æfingar fóru aðallega fram í Vals- heimilinu, Laugardalshöll og Hlíðar- skóla, en einnig nokkrar æfingar í KR- húsinu. Það eru handknattleiksfólki vonbrigði að ekkert hafi verið aðhafst í nýja íþróttahúsinu um langa hríð, en jafnframt einlæg von að myndarlega verði tekið á málinu sem fyrst svo sjá megi fyrir endann á því. Formaður deildarinnar varð að láta af störfum eftir stutta viðdvöl. Það var mjög bagalegt, því ljúka þurfti vetrar- starfinu auk þess sem þjálfararáðning- ar stóðu yfir. Bar þar hæst viðræður við Hilmar Björnsson landsliðsþjálf- ara. Samningar tókust á síðustu stundu og Hilmar var ráðinn þjálfari m.fl. karla, en vegna manneklu og for- mannsleysis var frekari þjálfararáðn- ingum slegið á frest. í júníbyrjun barst freistandi tilboð frá Þýzkalandi og var ákveðið að leik- menn færu í æfinga- og keppnisferð- ina á eigin kostnað. Þeir öfluðu fjár til fararinnar á margvíslegan hátt og ferð- in tóks síðan í alla staði mjög vel og varð liðinu góður undirbúningur fyrir veturinn. Majjnca ,,Sysla“ Kriðriksdóllir lyrirliói Valslirts- ins og primusinólor mcð Islandsbikarinn 1983. Fjármál Áfram tók að halla undan fæti hjá deildinni fjárhagslega og stefndi í al- gjört óefni í þeim málum. Ljóst var um mitt sumar að meiri háttar kraftaverk þyrfti til að koma ef takast átti að standa í skilum við þjálfara meistara- flokks, hvað þá ráða aðra þjálfara og greiða þeim einhver laun. Vísað er til næstu ársskýrslu varðandi það sem næst gerðist í fjármálum deildarinnar. Árangur í mótum Þrjú mót unnust eins og leikárið á undan og árangurinn er um 60%. Hæst ber stórglæsilegan sigur meist- araflokks kvenna í 1. deild. Félagsstarfið Enn einn veturinn leið án þess að um markvisst félagsstarf væri að ræða. Sem fyrr var félagsstarf yngri flokk- anna háð því hvort þjálfarar þeirra hefðu einhvern tíma aflögu til að sinna því upp á eigin spýtur. Það skal ítrekað að hér er mikið verk að vinna og nauð- synlegt að hrinda því í framkvæmd hið fyrsta. Viðurkenningar Á árshátíð félagsins voru eftirtaldir félagar heiðraðir fyrir leikjafjölda með m.fl. Jón Pétur Jónsson 300 leikir Þorbjörn Jensson 300 ” Steindór Gunnarsson 300 ” Gunnar Lúðvíksson 100 ” Brynjar Harðarson 100 ” Erna Lúðvíksdótir 100 ” Sigrún Bergmundsdótti r 100 ” Lokaorð Þessi úrdráttur er unninn upp úr skýrslu sem starfsstjórn er tók við stjórn deildarinnar í umboði aðal- stjórnar tók saman. Myndun bak- varðasveitar og afreka hennar er getið á öðrum stað.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.