Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 13
VALSBLAÐIÐ
11
Tvcir Tommar (roða. Tommi í Tommahamborgurum og Tómas Holton hakvörflur Vals.
Körfuknattleikur
Úrdráttur úr skýrslu stjórn-
ar körfuknattleiksdeildar
fyrir tímabilið 22. júní 1982
til 9. júní 1983.
Stjórn körfuknattleiksdeildar
starfsárið 1982-1983: Sig. Lárus Hólrn
formaður, Guðmundur Hallgrímsson
gjaldkeri, Hafsteinn Hafsteinsson rit-
ari, Gunnar Svavarsson, Haraldur
Haraldsson og Marinó Sveinsson með-
stjórnendur. I varastjórn: Einar Matt-
híasson og Hafsteinn Hafsteinsson.
Þjálfarar: Tim Dwyer með alla
flokka nema 5. flokk og minnibolta
sem Torfi Magnússon þjálfaði.
Aðstaðan
Æfingar á vegum deildarinnar voru í
Valsheimilinu, íþróttahúsi Hagaskóla
og íþróttahúsi Hlíðaskóla, og er baga-
legt að æfingar skuli vera svo dreifðar
um borgina. Körfuknattleiksmenn sem
og aðrir Valsmenn bíða með óþreyju
þeirrar stundar er nýja íþróttahúsið að
Hlíðarenda verði tekið í notkun. Eru
þeir tilbúnir til að leggja sitt af
mörkum til að svo megi verða sem
fyrst. Hér er um stórt verkefni að ræða
sem allir Valsmenn verða að leysa með
samstilltu átaki.
Árangur
Hæst bar glæsilegan árangur
meistaraflokks sem endurtók afrekið
frá 79-80 og vann alla titla sem um er
keppt í körfuknattleiknum, þ.e. ís-
lands-, bikar- og Reykjavíkurmeistara-
titil. Frábær árangur. 2. flokkur stóð
sig mjög vel, einkum í ljósi þess að
flestir leikmannanna voru á fyrra ári í
flokknum. Sama má segja um 3.
flokk, og eru miklar vonir bundnar við
hann. í 4. flokki var mikil mannfæð
sem háði mjög allri starfsseminni þar.
Starfið í 5. flokki og minniboltanum
var aftur á móti mjög gott, og strák-
arnir i 5. flokki sérlega áhugasamir.
Fjármálin
Eins og oft áður fór mestur timi
stjórnarmanna í að útvega deildinni
rekstrarfé. Tekjur af heimaleikjum
voru því miður litlar og að miklu leyti
bundnar við þrjá síðustu leikiiia,
bikarleikina við IBK og IR og úrslita-
leik íslandsmótsins við ÍBK. Áhorf-
endum að körfuknattleik hefur farið
fækkandi síðustu tvö keppnistímabil,
en árin þar á undan voru þau bestu í
sögu íslensks körfuknattleiks.
Ýmislegt var gert til að afla tekna.
Samningar voru endurnýjaðir við
Hitachi-umboðið og Veitingahúsið
Hollywood um auglýsingar á búning-
um meistaraflokks. Kunnum við Vil-
berg og Þorsteini, Hitachi-umboðinu,
og Olafi Laufdal veitingamanni bestu
þakkir fyrir samstarfið svo og Sport-
vöruverslun Ingólfs Óskarssonar sem
útvegaði skó og búninga. Þá ber að
þakka framlag Vélsmiðju Einars Guð-
brandssonar sem gefið hefur búning a
ejnhvern yngri flokk deildarinnar
undanfarin tímabil.
Körfuknattleiksdeildin stóð fyrir
tveimur ferðahappdrættum með helg-
arferðum frá Flugleiðum í vinning.
Firmakepni var haldin og hraðmót fyr-
ir 3. flokk. Sigurvegarar í firmakeppn-
inni var lið frá IBM og pylsubarnum í
Tryggvagötu. Nefndum aðilum svo og
öðrum ónafngreindum velunnurum
deildarinnar er þakkaður veittur og vel
metinn stuðningur.
Félagsstarfið
í júlí dvaldi 15 manna hópur frá
deildinni í skíðaskála Vals. Að
keppnistímabilinu loknu var haldið
lokahóf fyrir þá elstu í Hollywood,
einu helsta stuðningsfyrirtæki okkar
undanfarið. Sú nýbreytni var tekin
upp að gefa út fréttabréf. Alls komu út
fjögur fréttabréf og voru þau send öll-
um félagsmönnum sem eru í félagatali
deildarinnar.
Það hversú mikill tími fer í að halda
íþróttadeildum gangandi frá degi til
dags dregur mjög úr allri félagsstarfs-
semi í íþróttafélögunum, en það hlýtur
þó að vera einn af hornsteinum þeirra.
Vonandi eru betri tímar í nánd þar sem
hægt er að sinna félagsmálunum betur.
Stjórn körfuknattleiksdeildar þakk-
ar öllum þeim er lagt hafa deildinni lið,
aðalstjórn og deildastjórnum sam-
starfið með ósk um að Valur megi efl-
ast og dafna um ókomna tíð.
Sig. Lárus Hólm/HH