Valsblaðið - 01.05.1984, Page 14

Valsblaðið - 01.05.1984, Page 14
I 12 VALSBLAÐIÐ Skýrsla stjórnar Körfuknatt- leiksdeildar Vals fyrir tíma- bilið 9. júní 1983 til 28. júní 1984. Á aðalfundi deildarinnar 9. júní 1983, sem haldinn var í félagsheimili Vals að Hlíðarenda, voru eftirtaldir kosnir í stjórn fyrir starfsárið 1983- 1984. Sigurður Lárus Hólm, formaður Guðmundur Hallgrímsson, gjaldkeri Einar Matthíasson, meðstjórnandi Gunnar Svavarsson, meðstjórnandi Marinó Sveinsson, meðstjórnadi í varastjórn: Haraldur Haraldsson Heimir Jónasson Alls voru haldnir 10 bókaðir fundir á starfsárinu. Umsjónarmenn með ein- stökum flokkum voru eftirtaldir: Hafst. Hafsteinss., meistarafl. Torfi Magnússon, 2. flokkur Auðunn Ágústsson, 3. flokkur Gísli Guðmundsson, 4. flokkur Gunnar Svavarsson, 5. flokkur Sig. Lárus Hólm, minnibolti Á ársþingi Körfuknattleikssam- bandsins í maí 1983 var samþykkt, að fella úr gildi þá reglugerð í leikreglum sambandsins, sem heimilaði notkun er- lendra leikmanna, en þeir höfðu verið hér á landi síðan keppnistímabilið 1977-1978. í framhaldi af þessari breytingu var ákveðið að ráða Torfa Magnússon, sem þjálfara fyrir meistaraflokk, og var hann einnig leik- maður með liðinu. Torfi sá einnig um þjálfun þriðja flokks. Aðrir þjálfarar hjá deildinni voru Leifur Gústafsson og Tómas Holton, sem þjálfuðu fjórða flokk, Páll Arnar þjálfaði fimmta flokk og Helgi Gústafsson var þjálfari minniboltastrákanna. Eins og undanfarin ár voru æfingar hjá deildinni á þrem stöðum í borg- inni, þ.e. í Valsheimilinu, Hlíðaskóla og í hinu nýja íþróttahúsi Seljaskóla í Breiðholti. Heimaleikir félagsins í úr- valsdeildinni voru í Seljaskólahúsinu, en höfðu undanfarin ár verið í íþrótta- húsi Hagaskóla. Miðað við keppnis- tímabilið 1982-1983 þá varð 20% fjölgun áhorfenda á heimaleikjum félagsins á-nýliðnu Jfceppnistítaabili, og er úrslitakeppnin þá ekki meðtalin. Vafalaust á nýr heimavöllur sinn þátt í þessari aukningu áhorfenda, enda er aðstaðan fyrir áhorfendur ekki sú allra ÞaA er stíll ytir Torl'a Magnússyni þegar hann gnælir yfir viirn UMFN og sendir knötlinn rétta boöleiö, í körfuna. besta í Hagaskólanum. Þá er það einn- ig athyglisvert að þessi fjölgun á sér stað árið eftir að erlendir leikmenn hafa verið bannaðir, en undanfarin ár hefur áhorfendum fækkað stöðugt, þrátt fyrir nærveru erlendra lei'k- manna. í byrjun september fór meistara- flokkur félagsins í keppnisferð til Nor- egs. Farið var utan á miðvikudegi og komið heim á mánudegi. Fyrsti leikur- inn var á miðvikudagskvöldinu, og var hann við norska 1. deildarliðið Asker. Leikurinn var þáttur í hátíðarhöldum vegna vígslu nýs íþróttahúss í Asker. Síðan tók liðið þátt í fjögurra liða móti í Osló ásamt norska landsliðinu, sænska 1. deildarliðinu Alvik og norska 1. deild- arliðinu Bærum. Okkar lið hafnaði í neðsta sæti á mótinu, eftir mjög jafna og tvísýna leiki við þá norsku. Valur sendi keppnislið í öllum karla- flokkum til keppni í þeim mótum, sem félagið hefur þátttökurétt í. Árangur meistaratlokks er ílestum væntanlega kunnur, en hann sigraði í Reykjavíkur- mótinu. Er þetta fjórði sigur í mótinu á undanförnum fimm árum. Um l orfi Magniisson núvcrandi þjállari ValsliAsins í körfnknaltlcik liampar cinum vcrölaumiin sigur- ársins 1083.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.