Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 15

Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 15
VALSBLAÐIÐ 13 miðjan janúar síðastliðinn virtist sem fallbarátta blasti við liðinu í íslands- mótinu, en þá tók meistaraflokkurinn sig saman í andlitinu, ef svo má að orði komast, og vann tiu leiki í röð. Eru þá meðtaldir tveir bikarleikir, en þessi sigurganga hófst einmitt með frækn- um sigri á ÍR í bikarkeppninni. Með þessum mikla fjörkipp komst Valur í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar. í fyrri umferð hennar lagði Valur KR af velli, en beið svo lægri hlut fyrir UMFN og hafnaði í öðru sæti á mót- inu. Félagið komst einnig í úrslit í bikarkeppninni, en tapaði fyrir Kr. Einn mótssigur og tvö silfurverðlaun er árang- ur, sem hlýtur að teljast góður, þó óneit- anlega hafi mörgum þótt sárt að tapa tveim titlum á síðustu stundu. Enginn af Tómas Holton einn ei'nilegasti bakvörður landsins og lykilmaður i Valsliðinu þrátt fyrir lágan aldur. Kristján Ágústsson, máttarstólpi i mörg ár, cin beittur undir körfunni. yngri tlokkum félagsins komst í úr- slitakeppni í sínum aldursflokki og við svo búið má ekki lengur una. Sterkustu yngri tlokkar félagsins eru fjórði og fimmti flokkur, og þó svo að þeir hafi ekki náð í úrslitakeppnina, þá var unn- ið þar gott starf. Við þessa flokka eru bundnar miklar vonir í framtíðinni og þá einkum fjórða flokk hvað varðar næsta ár, en hann verður þá óbreyttur. Starfið í minniboltanum hófst með öðrum hætti á síðasta hausti heldur en í öðrum flokkum. Allir strákarnir sem verið höfðu í minniboltanum voru gegnir upp í fimmtaflokk. Var því gripið til þess ráðs, að senda boðskort til stráka í Valshverfinu og næsta ná- grenni þess, um að koma á körfubolta- kynningu í Valsheimilinu. Þetta skilaði mjög góðum árangri, og á félagið nú hóp af mjög áhugasömum strákum í minniboltanum, og var unnið vel þar á liðnum vetri. Undanfarin ár hefur deildin haft auglýsingasamning við umboðsmenn Hitatchi hér á landi svo og veitingahús- ið Hollywood, en á nýliðnum vetri lék meistaraflokkur með auglýsingu frá fyrirtækinu Egill Vilhjálmsson hf. Vél- smiðja Einars Guðbrandssonar gaf búninga á annan flokk, Veitingahúsið Potturinn og Pannan gaf búninga á þriðja flokk og Hilda hf á fjórða flokk. Þa gaf Ragnars bakarí búninga á fimmta flokk. Varðandi aðrar fjár- aflanir til handa deildinni voru farnar hefðbundnar leiðir, sem enn virðast du§a hvað sem síðar verður. A árinu var félagatal deildarinnar tekið til gagngerrar endurskoðunar, en það var orðið mjög lélegt. Þeirri endurskoðun er lokið, og hefur deildin nú sitt eigið félagatal, sem mikilvægt er að verði viðhaldið. Á liðnum vetri var tekin upp sú ný- breytni að kjósa Körfuknattleiksmann Vals, og var hann valinn af leikmönn- um meistaraflokks, þjálfara og liðs- stjóra. Fyrstur til að hljóta þennan titil var Tómas Holton, og var viðurkenn- ingin afhent honum á árshátíð Vals. Að lokum vill stjórn körfuknatt- leiksdeildar Vals þakka öllum þeim, sem veitt hafa deildinni brautargengi liðnu ári. Aðalstjórn og öðrum deild- arstjórnum er þakkað gott samstarf, með ósk um að svo verði áfram og að saman verði unnið að eflingu Vals. F.h. stjórnar Körfuknattleiksdeildar Vals Sig. Lárus Hólm, formaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.