Valsblaðið - 01.05.1984, Side 17
VALSBLAÐIÐ
15
Frá Valskonum:
Skýrsla Valskvenna
1983 - 1984
Stjórn Valskvenna 1983 - 1984:
Formaður: Margrét Kristjánsdóttir
V.form.: Björg Jónsdóttir
Gjaldkeri: Sigrún Sigvaldadóttir
Ritari: Kristín Magnúsdóttir
Meðstjórn: Erla Vilhjálmsdótttir,
Sigrún Sigurðardóttir og Hildur
Guðmundsdóttir.
Starf Valskvenna þetta ár hefur ver-
ið með hefðbundnum hætti og verður
svo áfram í vetur og skal hér stiklað á
stóru um starfsemina.
í febrúar 1983 tókum við upp þá ný-
breytni að halda þorrablót í félags-
heimili Vals. Milli 60 og 70 manns
mættu og vorum við ánægðar með þá
mætingu. Heldur fannst okkur fólk
halda illa út, því flestir voru farnir um
miðnætti. Má það vera húsakynnum
að kenna. En þarna náðum við saman
fólki úr flestum deildum félagsins og
þá er tilganginum náð.
Við fengum Heiðar Jónsson snyrti á
fund til okkar í apríl, og fræddi hann
okkur um allt hið mögulega og ómögu-
lega í sambandi við kvenfólk og endaði
hann með því að snyrta eina úr hópn-
um.
Á Valsdaginn, sem var haldinn 4.
sept. 1983, seldum við Valskonur kaffi
og er það okkar eina fjáröflun fyrir fé-
lagið. Á fyrstu árum Valskvenna
keypti félagið ljós og gardínur í gamla
félagasheimilið og einnig voru veggir
málaðir. Ekki hefur verið talin þörf að
endurnýja það frekar, þar sem nýtt
heimili er að rísa. Við munum því bíða
með frekari fjáraflanir þar til við get-
um farið að nýta krafta okkar fyrir
nýja félagsheimilið.
Ég vil þakka öllum þeim konum sem
gáfu kökur fyrir Valsdaginn 4. sept.
Án þeirra hefði ekkert kaffi verið selt.
Það fer aldrei svo að það safnist
ekki eitthvað og við töldum okkur geta
séð af 24 þús. krónum, og var Sigurði
Guðmundssyni form. Skíðadeildar
Vals afhent féð til ráðstöfunar, á fundi
sem haldinn var í Skíðaskála Vals 2.
júní s.l., en Valskonur gáfu skálanum
gestabók við opnun hans í mars 1982.
Starf vetrarins átti að byrja i okt.
með félagsvist, sem hafði tekist mjög
vel árið áður. Send höfðu verið út um
70 bréf þess efnis, en einhverra hluta
vegna mættu það fáir, að ekki var
hægt að spila.
En við létum það ekki á okkur fá,
vorum með kynningu á jólaföndri í
nóv., sem við unnum svo lítillega við á
jólafundi í des. undir jólaglöggi og
piparkökum. Jólaball var síðan haldið
7. jan.
Tvær Valskonur á vinnufundi
Valskonum var falið það stóra verk-
efni að sjá um árshátíð Vals 1984.
Snemma s.l. haust var pantað hús og
árshátíðin ákveðin 14. apríl í Kvosinni,
en síðar kom upp mikil óánægja með
stað og stund. Var þá strax ákveðið að
flýta henni og pantaðir voru salirnir
Óðinn & Þór 3. mars.
Snemma í febrúar var miðasala sett í
gang og fengu formenn allra deilda
miða til þess að selja sínu fólki, þannig
fengum við meiri breidd í söluna.
Tókst þetta bara nokuð vel, um 150
manns mættu á þessa árshátíð, 127
neyttu kvöldverðar.
Formenn handbolta, fótbolta og
körfubolta afhentu verðlaun og viður-
kenningar, síðan var sungið og dansað
til kl. 2 og ekki hefur heyrst annað en
að fólk hafi bara skemmt sér vel.
Veislustjóri var Ágúst Ögmundsson
og þökkum við Valskonur honum frá-
bæra stjórn svo og öllum öðrum Vals-
mönnum sem lögðu hönd á plóginn.
Formaður Valskvenna hefur setið
fundi hjá aðalstjórn, ásamt for-
mönnum annarra deilda hjá Val og er
það mikill kostur að geta fylgst með
hvað er að ske innan félagsins.
Við Valskonur höfum nokkrar
áhyggjur yfir því hvað lítil endurnýjun
er í okkar félagi. Við viljum hvetja all-
ar konur, ungar sem aldnar, sem tengj-
ast Val á einhvern hátt, að starfa með
okkur. Það er óneitanlega styrkur fyrir
félagið að sem besturn kynnum verði
komið á milli deilda og besta lausnin til
að svo megi verða, er að starfa í Vals-
konum.
Formaður Valskvenna
Margrét Kristjánsdóttir
FLENOX
FLENOX ál loftstokkarnir
eru seldir í 80 cm lengd-
um sem má teygja út í 3.
m lengd þegar þeir eru
settir upp. FLENOX er til
í 80 til 160 mm þvermáli,
einangraöir eöa án ein-
angrunar.
mmwsvn
siiii
éá^ÉiM—i—
LátiÖ FLENOX leysa
vandann á ótrúlega ein-
faldan hátt.
Hagstætt verd.
'B
BREIÐFJÖRÐS
BLIKKSMIÐJA HF
Leitió nánari upplýsinga
aöSigtúni7 Simis29022