Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 19
VALSBLAÐIÐ
17
Hver er Valsmaðurinn?
Það er ávallt erfitt að velja mann til
kynningar í þátt sem þennan. Þeir eru
svo margir Valsmennirnir sem unnið
hafa ómetanlegt starf í þágu félagsins
að ógerlegt er að geta þeirra allra. Sá
sem valinn er hlýtur því að teljast eins
konar samnefnari eða tákn allra þeirra
dugmiklu forystumanna sem ónefndir
eru.
Þegar nefndur er sá sem fyrir valinu
hefur orðið sem fyrirmyndar Valsmað-
ur spyr væntanlega enginn: Hver er
Valsmaðurinn?
Og þó? Elías Hergeirsson er nefni-
lega ekki einn þeirra sem mikið ber á,
heldur vinnur hann verk sín fyrir Val í
kyrrþey og án þess að gera mikið úr
þeim. Þannig er mögulegt að yngri fé-
lagarnir svo og þeir sem nýir eru þekki
ekki þennan mikla Valsmann. Hinir
sem starfað hafa innan félagsins
undanfarna áratugi vita að fáir menn
hafa á þeim tíma unnið Val betur en
einmitt Elías. Hann hefur verið virkur
félagi i Val síðan 1951, fyrst sem leik-
maður, þá þjálfari, dómari og forystu-
maður, og á þessum 34 árum hafa ekki
fallið úr nema eitt ár eða tvö í starfi
fyrir Val. Geri aðrir betur!
Ferillinn: Elías Hergeirsson var 13 ára
er hann hóf 1951 að æfa knattspyrnu
með Val, nánar tiltekið 4. flokki. í
yngri flokkunum var hann samferða
Björgvin Hermannssyni, markverð-
inum snjalla, og markvarðaskelfinum
Björgvin ÐaníelssyftL Með þeim léku
ýmist Ormar Skeggjason, Páll
Aronsson og fl. eða Björn Júlíusson,
Matthías Hjartarson, Þorsteinn
Friðþjófsson o.fl. Þrívegis varð Elías
íslandsmeistari með Val í yngri
flokkunum, en þar kom að pilturinn
var valinn í meistaraflokkslið Vals.
Árið var 1956 og Elías aðeins 18 ára.
Fyrsti leikur hans var í Reykjavíkur-
mótinu gegn Þrótti, 2-0, en fyrsti leik-
urinn í íslandsmótinu var við ÍBA, 1-0.
Þessari góðu byrjun var fylgt eftir og
Valur varð íslandsmeistari 1956, í
fyrsta skipti síðan 1945. Með Elíasi og
þeim félögum hans sem nefndir eru hér
að framan léku Árni Njáls. (,,með
arma stáls“), Bergsteinn Magnússon,
Ólafur Ásmundsson o.fl. Elías lék
næstu árin með meistaraflokki, alltaf
sem framvörður (,,vinstri-half“) og
ávallt í peysu nr. 6. 1963 varð Valur
Reykjavíkurmeistari og ári síðar hætti
Elías keppni, aðeins 26 ára að aldri.
Aðspurður um helstu þjálfara sem
hann lærði af segir Elías: ,,í yngri
flokkunum hafði Guðbrandur Jakobs-
son einna mest áhrif á mig. Það var í 3.
flokki. Sem dæmi um meistaraflokks-
þjálfara á þessum árum má nefna Geir
Guðmundsson og Framarann Karl
Guðmundsson sem var með mjög sk-
emmtilegar æfingar.“
Félagsstörfin: Elías hætti keppni með
meistaraflokki Vals aðeins 26 ára að
aldri. Hvers vegna?
,,Ég var kominn með fjölskyldu og
þar að auki á kaf í stjórnarstörf fyrir
Val. Ég hafði bara ekki kraft til að
sinna öllu.“ Elías byrjaði ungur að
sinna ýmsum störfum fyrir Val.
Aðeins 17 ára var hann farinn að
þjálfa yngri flokka félagsins, fyrst 5.
flokk í þrjú ár með Hermann Gunn-
arsson (fyrirliða) og Bergsvein
Alfonsson í fararbroddi (síðar varð
Elías Reykjavíkurmeistari í m.fl. með
þessum mönnum, 1963)
18 ára var Elías kominn í varastjórn
Vals og árið 1959 þegar félaginu var
skipt upp í deildir var Elli kosinn í
fyrstu stjórn knattspyrnudeildar sem
var undir forystu Ægis Ferdinandsson-
ar. Elías var meira og minna í stjórn
knattspyrnudeildarinnar frá 1959 til
1973, þar af formaður deildarinnar
1966-’69, en á þeim árum varð Valur
tvívegis Islandsmeistari, lék ógleyman-
legan leik við Benfica o.fl. o.fl. Þótt
Elías drægi sig í hlé frá stjórnar-
störfum hélt hann áfram að vinna fyrir
Val. Hann gerðist fulltrúi Vals í KRR
og var starfandi þar unz hann tók sæti
í aðalstjórn Vals 1981. Þar hefur hann
verið síðan, gjaldkeri, en hann á einnig
sæti í varastjórn ÍSÍ. Enn er ekki allt
upp talið.
Elías tók snemma dómarapróf en
dæmdi lítið framan af vegna anna við
stjórnarstörf. Hann tók þó fram
flautuna til að bjarga Val þegar
dómarahallæri rikti hjá félaginu og
dæmir oft leiki í yngri flokkunum.
Þetta lýsir vel Valsmanninum Elíasi
Hergeirssyni. Hann hefur alltaf verið
boðinn og búinn til að vinna Val gagn
og hefur þá ekki skipt máli hvort þyrfti
að hlaupa í skarðið fyrir dómara sem
mætti ekki eða taka fram málningar-
pensil og mála eitt stykki félagsheimili.
Elli var einmitt einn þeirra fáu en fúsu
Valsmanna sem tóku þátt í endurreisn
félagsheimilisins okkar nýverið.
Fáir menn eru bónbetri þegar Valur
er annars vegar og minnir Elli um
margt á gömlu góðu vinnusömu Vals-
mennina, sem ekkert töldu eftir sér,
menn eins og Sigga Óla, Andreas Berg-
mann, Úlfar Þórðar, Frímann Helga,
Elías Hergeirsson.
Magnús og Jóhannes Bergsteinssyni,
Hólmgeir Jónsson, Guðmund Ingi-
mundar, Þórð Þorkels o.fl. Elli minnir
um margt á síðasta Móhikanann,
virkar sem tímaskekkja nú þegar
enginn fæst til að gera neitt nema fyrir
peninga og sjálfboðastörf eru eitthvað
sem flestir reyna að koma sér undan.
Hvert er leyndarmál Elíasar? Af
hverju er hann enn að starfa fyrir Val?
,,Það er eitthvað sem heldur í mann.
Ég er mikil félagsvera og hef gaman af
því að umgaogast skemmtilegt fólk.
Auðvitað koma tímar þar sem maður
er þreyttur, en ítök Vals eru sterk þótt
ég sé fæddur Vesturbæingur. Þó ég
fái mikið út úr félagsstarfinu hefði
þetta ekki verið hægt í öll þessi ár ef
frúin hefði sett sig upp á móti þessu.“
Elías er giftur Valgerði Önnu Jónas-
dóttur, prýðis konu og eiga þau fjögur
börn á aldrinum 9-17 ára. Elstur er
Hergeir 17 ára, bráðefnilegur leik-
maður í 2. flokki Fram og stelpurnar
tvær 12 og 14 ára æfa líka handknatt-
leik og knattspyrnu með Fram. Af
hverju Fram, Elías?
,,Nú, við fluttum í Framhverfið (í
Safamýrina) og þar sem starfið er gott
hjá Fram hef ég ekki skipt mér af
félagsvali barnanna.“
„Heimaleikir Vals verði
allir að Hlíðarenda.“
Að lokum, Elías. Hverju er ábóta-
vant í starfi Vals núna og hvaða óskir
hefur þú Val til handa??
,,Félagsstarfið er ekki nógu lifandi