Valsblaðið - 01.05.1984, Qupperneq 23

Valsblaðið - 01.05.1984, Qupperneq 23
VALSBLAÐIÐ 21 Valsmenn oj> Nacional á vellinum i Campos do Jordao. Þarna var þó sofið fyrstu nóttina við logandi ljós. Það hafði net'nilega sýnt sig að ef slökkt var í smá tíma og síðan kveikt aftur fóru veggirnir á fleygiferð af alls konar kvikindum allt upp í lófa stór. Þessu var svo kippt í liðinn daginn eftir, eftir að rætl hafði verið við skipuleggjendur mótsins og aðra ráðamenn og fengu Valsntenn kjallara skólans til afnota - eitt stórt herbergi, frekar loftlaust en þurrt og ólífrænt. 6. lið tóku þátt í þessu móti eins og hinu fyrra. Sömu liðin þrjú Valsmenn, Frakkarnir og Sví- arnir en þrjú ný Brasilísk lið bættust í hópinn, Guarani, Amparo og Írapíra. Keppt var á tveim völlum frá Ítapíra. Það sem helst einkenndi þessa keppni voru þrumur og eldingar ásamt úrhellis rigningu. Leikirnir fóru fram á kvöldin og áttum við fyrsta leik mótsins þ. 3. apríl gegn Svíum. Svíar unnu 3-0. 4. april var spilað við ltapíra og unnu þeir einnig 3-0. 5. apríl lékum við gegn Frökkum og töpuðum 1-0 i leik sem við áttum. Þegar hér var komið sögu voru 6 af fasta- mönnum Valsliðsins komnir á sjúkralista, einn með lungnabólgu og brákað rif, tveir snúnir um ökkla, einn búinn i baki, annar í hné o.s.frv. en alls voru leikmenn 16 að tölu. Nú voru góð ráð dýr, hvað átti að gera þegar varla náðist i lið, hvað þá að til væru varamenn. Þjálfari tók þá ákvörðun að hætta i mótinu þar sem Reykja- víkurmótið var frantundan þegar heim kæmi, auk þess sem hann taldi ekki forsvaranlegt að láta þá yngstu spila á móti brasilísku liðunum tveim, Amparo og Guarani og þeim hörkutólum sem þar voru. Sem dæmi má nefna að þessi lið léku saman strax á eftir leik Vals og Frakkanna og var harkan svo mikil að það þurfti lögreglu til að skakka leikinn. Ekki voru allir á eitt sáttir með þessa ákvörðun þjálfarans, en eftir að liafa rætt við leikmenn og fararstjóra var þessi ákvörðun santþykkt nær einróma. Dvölin i ítapira var engu að siður ánægjuleg þrátt fyrir að ekki hefðist að klára keppnina. Farin var dagsferð á búgarð út i sveit, þar sem ræktaðar voru allar helstu tegundir ávaxta. Þar fengunt við að sntakka á sykurreyr og t'leiru góðgæti sent annað hvort var tint beint af 5-1. Einar Páll skoraði markið með þrumuskoti utan vítateigs, boltinn small i slánni og inn, glæsilegt mark og eina rnarkið sem Nacional fékk á sig í keppninni. Þ. 28. var keppt við Juventus og töpuðum við 6-0. Þann 29. var frí- dagur i mótinu. Þá var haldið sent leið liggur til baðstrandabæjarins Ubatuba. Þar var flat- magað i sólinni og siglt á skemmtibát út í eyju eina og unt sundin blá. Haldið var til baka þegar kvölda tók upp eftir snarbröttum og krókóttum fjallavegi umluktum frumskógi á alla vegu. Á miðri leið gafst önnur rútan upp og urðum við ásamt nokkrum F’rakk- anna að ganga sem leið lá upp á topp þar sem rútan beið, en upp komst hún án farþega. Þegar halda átti af stað aftur birtist þessi líka frýnilegi snákur í ljósgeislanum frá bilnum, fór þá hrollur um marga göngumannanna sem einungis voru klæddir stuttbuxum og táskóm. 30. mars spiluðum við svo við Frakkana og unnum 1-0 og var þar Einar Páll aftur á ferðinni. 31. spiluðum við við heimaliðið, Campos do Jordao, og endaði sá leikur 1-1. Það mark skor- aði Jon Þór Andrésson. Leikirnir hófust oftast kl. 2 og áttum við alltaf fyrsta leik nema gegn Frökkunum, þá átturn við annan leik. Þetta kom sér frekar illa því við vor- um jú sú þjóðin sem síst þoldi hitana og sólina. Gegn þessu var aðeins eitt ráð og það var að ausa leikmenn vatni I hálfleik og vakti það óskipta athygli og skemmtan heimamanna. Lokaniðurstöður mótsins urðu þær að Brasil- isku liðin skipuðu 1.2.og 3. sætið, Svíar 4. sæti með 4 stig. Valsmenn 5. sæti með 3 stig og Frakkarnir 6. sæti með ekkerl stig. Dvölin á þessum stað var einstaklega eftir- ntinnileg. Okkur var alls staðar mjög vel tekið og strákarnir sérstaklega vel liðnir og vel þekktir fyrir prúðmannlega framkomu hvorl heldur var i keppni eða utan hennar. Hamborgarastaður einn átti hug og hjörtu leikmanna jafnt og farar- stjóra þvi hrísgrjón, skósólar (kjötsneiðar) og olíur höfðu verið á borðum frá fyrsta degi til þess síðasta. Fæðið breyttist svo við komuna á næsta keppnisstað en þá höfðum við Valsmenn farið fram á að fá soðnar kartöflur og grænmeti í stað hrísgrjónanna. Einnig breyttust kjötmál- Valshópurinn neðan við Kristsstyttuna i Ríó. tiðir til hins betra, skósólarnir urðu m.a. að kjötbollum, buffi og lærissneiðum auk kjúkl- inga og alltaf var til nóg af ferskum ávöxtum. Næst var haldið til Ítapíra, 70-80 þúsund manna bæjar norðan við Sao Paulo. Sömu vandræði voru i sambandi við húsnæði fyrstu nóttina i Ítapíra og verið höfðu í Campos do Jordao nema nú voru það eðlur og önnur kvik- indi ásamt lekavandamálum en ekki kojur sem við var að etja. Úrhellis rigningu gerði fyrsta kvöldið og fór allt á flot. Svíar fengu 10 bala herbergi og Frakk- ar 5 bala i aðalhúsi skólans en Valsmenn lentu í útihúsi sem fór gjörsamlega á flot og þar sem allt lifrænt lifnaði við eftir langvarandi þurrka.

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.