Valsblaðið - 01.05.1984, Qupperneq 27
VALSBLAÐIÐ
25
stunduð þjóðaríþrótt Islendinga, versl-
unarferðir. Þarna í miðlöndum er
verðlag mun hagstæðara en í London,
og menn gerðu góð kaup í stuttum
ferðum í miðbæ Wolverhampton eða
alvöruverzlunarleiðangri til Birming-
ham. Mikið var um leiki í enska bolt-
anum á þessum tíma og fór hópurinn á
nokkra leiki. Sá fyrsti var Birming-
ham-QPR, 0-0 og menn misstu allt álit
á enskri knattspyrnu. Næst sáum við
Leicester-Liverpool, 3-3 í leik sem
hafði allt upp á að bjóða, góða knatt-
spyrnu, hraða, spennu og glæsileg
mörk. Síðast sáum við Aston Villa-
Watford sem er einkum minnisstæður
Kapteinn Grímur Sæmundsen tekur á móti gjöf frá York-hóteiinu ór hendi eigendanna, Denzil og
Ann Martin.
aðstandendum nokkrum áhyggjum að
það þyrfti 37 ára gamlan skozkan
leikmann til að koma liðinu í gang.
Þennan leik unnum við 2-0 með tveim-
ur glæsimörkum gerðum af Jóhanni
Holton, en hann kom mjög á óvart í
ferðinni. Á nrilli leikja var æfing á
hverjum degi,stundum tvær á dag og
voru þær öðruvísi en menn áttu að
venjast. T.d. var mikið uni langhlaup
með sprettum upp brekkur og stuttri
,,hvíld“, sem notuð var fyrir teygjur
og staðæfingar. Það sem frábrugðið
var við þessi langhlaup var vegalengdin
sem hlaupin var, en húnvar oftast
10-15 km. sem er mun lengra en menn
sem eru að æfa fyrir knattspyrnu eiga
að venjast. Þá var ,,hvíldartíminn“
mikilvægur, en þá notaði Ross tæki-
færið og lagði mönnum lífsreglurnar í
knattspyrnulegum skilningi, kom
skoðunum sínum á framfæri og lagði
grunninn að þeirri samkennd, skilningi
og liðsanda sem ríkti í sumar.
Einn daginn var farið til Lilleshall
Sport Center sem er íþróttamiðstöð í
eigu enska íþróttasambandsins og
mikið notuð af landsliðum Englands.
Þetta var hin glæsilegasta aðstaða og
æfingarnar voru skemmtilegar á
góðum völlum í prýðis veðri. Já,
veðrið. Við vorum einstaklega heppnir
með veður. Það var 15-18 stiga hiti
allan tímann, sem er óvanalegt á
þessum árstíma. Annað sem greinilega
hefur verið óvanalegt er að sjá hálf-
nakinn karlmann í sólbaði á gangstétt
við umferðargötu, því Hilmar Sig-
hvats. orsakaði nærri því fjölda
árekstra er hann lagðist í sólbað á
stéttina fyrir utan hótelið í mininær-
buxum.
Á milli æfinga og leikja var horft á
sjónvarp, spilað og að sjálfsögðu
fyrir móttökur þær sem Ian Ross þjálf-
ari Vals og fyrrum fyrirliði Aston Villa
fékk. Það var eins og týndi sonurinn
væri að koma heim. Eiginhandarárit-
anir, myndatökur, ótal heilsur og
kveðjur, en mesta athygli undirritaðs
vakti hversu lítillátur og alúðlegur
Ross var við alla. Hann heilsaði öllum
jafnt, allt frá ,,vatnsberum“ og miða-
sölukörlum til frægra leikmanna og
framkvæmdastjóra. Greinilega vinsæll
og vel liðinn á Villa Park Valsþjálfar-
inn.
Sanra mátti segja um það er leikið
var gegn varaliði A.Villa. Þá tók
sjálfur stjórnarformaður félagsins
Doug Ellis á móti okkur og fór með
hópinn í skoðunarferð um hinn glæsi-
lega leikvang.
Það er ekki vafi á því, að æfinga-
lega, knattspyrnulega og félagslega var
þessi ferð vel heppnuð. Þeir reyndari í
hópnum töluðu um eina bestu ferð sem
þeir höfðu farið, og fararstjórnin
(Grétar, Eggert, Ross, Hörður,
Róbert) var ánægð enda kom ekkert
vandamál upp og piltarnir voru allir
sjálfum sér og félaginu til sóma í
hvívetna.
Margir eftirminnilegir atburðir áttu
sér stað í ferðinni og menn kynntust
minnisstæðum persónum eins og t.d.
bílstjóranum Jeff, sem var hávær í
meira lagi, en hress og elskulegur,
ógleymanleg manngerð.
Minningin um mjög skemmtilega
páskaferð til Englands er eftir og
undirritaður þakkar samferðarmönn-
um eftirminnilega daga.
Hörður Hilmarsson
Brosmildir landsliAsiiH'iin: GiiAmiindur Þorbjörnsson og Guöni Bcrgsson sýna endajaxlana.