Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 33

Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 33
VALSBLAÐIÐ 31 Þarna fyrsta kvöldið var hópnum öllum safnað saman og farið í hóp- göngu upp á Hásteinsgrasvöll, hver hópur ásamt fararstjóra og þjálfara í búningum og með spjöld merkt félög- unum, sem Týsmenn höfðu útbúið. Þarna var mótið sett og síðan var knattspyrnaleikur sem var algjör grín- leikur og voru það prakkarar þeirra eyjamanna, Hildibrandar og Hrekkja- lómafélagið sem áttust við og var þarna fjöldi áhorfenda enda atburður þessi auglýstur og von á einhverjum smellnum uppákomum sem og komu á daginn. Hildibrandsmenn fækkuðu klæðum allsnarlega og spiluðu á hlífð- arbindum einum og voru með númerin máluð á bakið en hinir voru í pilsum og með boxhanska. Markmaður lokaði markinu öðru megin með netadræsu sem hann smeygði uppá þverslána og nokkrir leikmanna gerðu misheppn- aðar tilraunir til að góma knöttinn í lundaháf, sem sagt ágæt setning og góð skemmtun. Mótshaldarar voril mjög heppnir svo og keppendur með það, að veðrið var alveg skínandi gótt, allan tímann, sólskin og blíða. Þarna upplifðu drengir og nokkrar stúlkur (það voru stúlkur í nokkrum liðum) mjög spennandi keppni og fengu í sig þennan minnisstæða móta- og keppnishroll, hverjir væru nú best- ir, hin og þessi lið höfðu skorað 10-11 mörk, eigum við að spila við þá? o.s. frv. Á kvöldin var farið og borðaðir hamborgarar og drukkið gos með. Við fórum í gönguferðir með Valshópinn niður að höfn, kíktum á bátana, nokkrir fengu óvænta siglingu á hrað- bát með eyjapeyja. Síðan var farið aðeins upp á hraunið. Skoðaður var hellir, upp við hamarinn þar sem sprangið er stundað og horfðu dreng- irnir með aðdáun á nokkra eyjapeyja leika sér í sprangi. Eitt kvöldið var boðið í pulsusamkvæmi upp við knatt- spyrnuvöll og þar var sporðrennt nokkrum hundruðum kílóa af S.S.-pulsum og var ávallt mikil þröng við pulsugrillið. Á einni kvöldvökunni, var fararstjórum og þjálfurum att saman í ýmsum þrautum til gamans fyrir unga fólkið, en þess á milli var haldið uppi gamni sem unga fólkið sjálft hafði undirbúið, svo sem leik- þætti, brandara og breikdans, og var almenn kátína í kringum þetta. Valsmenn áttu harðvítugan kepp- anda í keppni um hver væri fljótastur samkvæmt skeiðklukku að borða hamborgara, Hjálmar lenti í 3ja sæti, gleymdi skeiðklukkunni, ,,það var svo gaman að borða.“ En hann bætti það upp með því að vera í 4 manna flokki Vals, sem sigraði alla í reiptogi. Valur var kosið sterkasta liðið og risastór konfektkassi verðlaun. Allir Valsmenn fengu mola. Hressir Valsstrákar ásamt umsjónarmönnum. Guðinunur Hreiðarssnn þjáll'ari sljurnar sínum munnuin í skrúðgöngunni. Valsmenn og Framarar voru þeir einu sem voru með húfur merktar fé- lagi sínu og vakti það mikla eftirtekt enda falleg sjón að sjá á göngu. Fyrirliðar' Valsmanna afhentu Vals- veifur fyrirliðum annarra liða í móti þessu og ætti það að vera sjálfsagt í öllum mótum. Guðmundur Hreiðarsson þjálfari 6. fl. hafði góð tök á hópnum, en með þennan fjölda þá veitti ekki af þeim tveimur fararstjórum sem voru með í þessari ferð, Hilmir Elísson og Brynj- ólfur Lárentínusson. Ferð þessi heppn- aðist mjög vel og vonandi að annað mót þessu líkt verði haldið aftur. Þetta var öllum til sóma og ungum þátttak- endum til þroska. En vel þarf að halda utan um svona hóp, til að vel sé. Kyrirliðar skiptaæsl á vcifum. Hilrnir Klísson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.