Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 43

Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 43
VALSBLAÐIÐ 41 undan og eftir mikla leit var ráðinn til félagsins. Ian Ross Ian, eða Roscoe eins og hann er kall- aður, er 37 ára gamall Skoti með mikla reynslu sem leikmaður með þekktum liðum í Englandi. Ferill hans í knattspyrnunni hefur verið þannig í stórum dráttum: 17 ára gamall komst hann á samning hjá stórliðinu Liverpool. Þar var lan 1964-1970 og kynntist knattspyrnu eins og hún gerist bezt. Um 1970 fékk hann tilboð frá Aston Villa sem þá lék í 3. deild. Roscoe tók því þar eð hann var oft 12. maður hjá Liverpool og var orðinn þreyttur á því. Þá leist honum vel á hugmyndir forráðamanna A. Villa um að koma liðinu aftur á toppinn í ensku knattspyrnunni. Með Ian Ross sem fyrirliða og einn af lykil- mönnum tók það 5 ár að komast í 1. deildina og í leiðinni vannst deildarbik- arinn (nú mjólkurbikarinn), 1975. Árið 1977 yfirgaf Ross Villa Park og gerðist spilandi þjálfari (player-coach) hjá Peterborough í 3. deild. Þaðan lá leiðin til Wolves sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri (assistant-manager) með John Barnwell, 1980-82, en þá lagði Roscoe skóna á hilluna að mestu. Þegar Valur hafði samband við Ross var hann þjálfari hjá Birmingham, en hann fékk sig lausan og tók við Vals- liðinu. Ian var ráðinn til 18 mánaða svo hann verður áfram með Valsliðið, enda er mikil og almenn ánægja með störf hans, bæði meðal leikmanna og for- ystumanna deildarinnar. Ian Ross er sterkur persónuleiki sem geislar af og þekking hans á knatt- spyrnu er mikil. Hann ber þess merki að hafa hlotið knattspyrnulegt uppeldi hjá Liverpool, einu besta félagsliði Evrópu síðustu tvo áratugina. Einfald- leikinn situr í fyrirrúmi og áhersla lögð á að knattspyrna er hópíþrótt þar sem keðjan er jafn sterk og veikasti hlekk- urinn. lan er kröfuharður en sann- gjarn; hann krefst einungis þess að menn gefi sig 100% í leiki og æfingar. Reynsla hans sem atvinnu- manns gerir það að verkunt að hann kemur mönnum sífellt á óvart. Finnur að þótt sigur hafi unnist, en sleppir skömmum er hann finnur hvernig leik- mönnum líður eftir slakan leik. Skynsamur, jarðbundinn maður með nrikla reynslu, og ekkert vafamál að með ráðningu Ian Ross vann Valur stóra vinninginn í því happadrætti sem ráðning erlends þjálfara er. Hann er örugglega langbesti þjálfari félagsins síðustu árin, og þeir sem til þekkja telja að hann eigi möguleika á að ná framtíðartakmarki sínu sem er: ,,að Ian Ross fylgist vel með sínum mönnum. t'laus l’eler liiiin þýski |>jáll’ari m.ll. i knall- spyrnu 1982 ng 1983. Hörður Hilmarsson verða framkvæmdastjóri (manager) hjá Liverpool, eða í versta falli Aston Villa“. Þessum kapítula er best lokið með orðum lans Ross úr Valsfréttum s.l. haust: ,,Líta til baka? Nei, það er ekki minn stíll, varð mér að orði er ég var beðinn um að horfa yfir keppnistíma- bilið og tjá mig um það hvernig til hefur tekist. Ég get bara sagt, að það eina sem við höfum gert í sumar er að byggja undirstöðu, leggja grunn að betri árangri í framtíðinni. Markmiðið er að koma Val aftur þangað sem félagið á heima, á topp íslenskrar knattspyrnu. Fjögur ár eru of langur tírni fyrir félag eins og Val utan við sviðsljós velgengn- innar. Með mikilli vinnu allra Valsmanna, jafnt innan vallar sem utan, er ekki aðeins mögulegt heldur líklegt að takmarkinu verði náð. Ef Valsmenn og aðrir vallargestir hafa haft ánægju af leik Valsliðsins í sumar þá ér ég ánægður. Ég vil ná arangrt á knattspyrnuvellinum með því að leika skemmtilega sóknarknatt- spyrnu sem líkleg er að gleðja augu áhorfenda. Ef það tekst geta Vals- menn allir, leikmenn, forystumenn og áhangendur vænzt margra gleðistunda á næstu árum. Ég hlakka nú þegar til að koma aft- ur næsta ár, því ég er bjartsýnn á fram- tíð Vals í íslenzkri knattspyrnu. Þang- að til óska ég Valsmönnum góðs gengis."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.