Valsblaðið - 01.05.1984, Síða 44

Valsblaðið - 01.05.1984, Síða 44
42 VALSBLAÐIÐ Ingi Björn Albertson í kunnuglegri stellingu Markamet, gullskór Adidas og Ieikmaður Vals 1983 Ekki er hægt að gefa út Valsblað með úttekt á árunum 1983 og 1984 án þess að geta Inga Bjarnar Albertsson- ar. Frammistaða hans með 1. deildar- liði Vals 1983 verður lengi i minnum höfð, og hlýtur það keppnistímabil að teljast bezta ár Inga í boltanum þó oft hafi kappinn staðið sig vel. Ingi Björn setti markamet í 1. deildinni er hann varð fyrstur til að skora 100 mörk, en hann hélt áfram að gera mörk allt keppnistímabilið og voru þau hvert öðru þýðingarmeira því eins og menn muna var Valur í fallhættu allt fram í síðasta leik. Á engan er hallað þegar það er fullyrt að Ingi Björn átti stærstan þátt í að forða Val frá falli með mörkunum 14 og stórgóðri frammistöðu að öðru leyti. — Alls hefur Ingi gert 112 mörk í 1. deild. Ingi Björn var markakóngur 1. deildar og hlaut gullskó Adidas að launum fyrstur íslenskra leikmanna. Þá var Ingi valinn leikmaður Vals 1983, (hver annar?) og hefur sjaldan verið eins auðvelt að velja þann sem þá vegsemd hlýtur. Eftir þetta gullár Inga kvaddi hann Val, um stundarsakir, og gerðist þjálf- ari og leikmaður með FH. Sem kunnugt er sigraði FH í 2. deildar- keppninni og leikur því í 1. deild næsta sumar, og því miður, segja harðir Valsmenn, undir stjórn Inga Bjarnar Albertssonar. Hann kemur þó án efa fljótlega aftur heim að Hlíðarenda til leiks eða starfa fyrir Val, en þangað til eru þakkir og góðar óskir veganesti Vals til Inga Bjarnar Albertssonar. Hörður Hilmarsson Thermor E&þú BAKAROG STEIKIRALL T IÞESSUM Thermor bökunarofninn gefur ótal möguleika við baksturog matargerð. Thermorofninner viftuofn sem hefursamtsem áðuryfir- og undirhita og grill eins og venjulegirofnar. Ofninn má stilla sérstaklega eftirþví hvað á að baka eða steikja. Að auki er hægt að baka á mörgum hæðum og sparast þá tími og orka. KJOLUR SF. Hverfisgötu 37 símar 21490 - 21846

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.