Valsblaðið - 01.05.1984, Page 48

Valsblaðið - 01.05.1984, Page 48
46 VALSBLAÐIÐ I minningu látinna Valsmanna Þorsteinn B. Jónsson 19/ 7 1908 16/ 7 1984 í sumar féll frá Þorsteinn B. Jóns- son múrari, einn dyggasti stuðnings- maður sem Valur hefur átt. Þorsteinn, eða Steini múrari, eins og hann var kallaður fæddist árið 1908 og var því 75 ára er hann lézt. Þorsteinn kynntist knattspyrnu í KFUM, fyrst með Hvat og síðar með Val. Steini var aldrei neinn stórspilari en það duldist engum að í brjósti þessa vörpulega manns sló Valshjarta. Hug- ur hans til Vals var mikill og hann taldi ekki eftir sér störf s.s. málningarvinnu fyrir félagið þegar þess var þörf. Þá sá Þorsteinn flesta leiki Vals í áratugi og var einstaklega tryggur og hvetjandi áhangandi. Niðjar Þorsteins hafa tölu- vert komið við sögu Vals, og má vafa- laust rekja það til eggjunar Steina og hvatningar, en þessu öllu eru gerð góð skil í 31. tölublaði Valsblaðsins, 1973, en þar er fjallað um þessa miklu Vals- fjölskyldu. Nægir að nefna hér bróður Steina, Jón G.S. Jónsson mikinn Vals- mann, synina Sigurð og Guðmund sem æfðu báðir með yngri flokkunum (Guðmundur varð síðar einn bezti körfuknattleiksmaður landsins, lék með ÍR, meðan Sigurður varð að hætta vegna meiðsla, en heldur enn tryggð við Val eins og faðir hans gerði alla tíð), og dóttursynina, tvíburana Ólaf og Þorstein Runólfssyni, en þeir léku með Val alla yngri flokkana með góðum árangri. Með Þorsteini B. Jónssyni er geng- inn afar dyggur stuðningsmaður, einn sá tryggasti í gegnum tíðina, maður sem fylgdist með leikjum Vals frá 1918 þar til skömmu áður en yfir lauk. Maður sem sá Val verða íslandsmeist- ara í 1. skipti árið 1930, var viðstaddur stórleikinn eftirminnilega gegn Benfica 1968 og var yfirleitt viðstaddur merkis- atburði í sögu félagsins. Það er hverjum Valsmanni hollt að hugleiða það, að Valur á langa og merkilega sögu að baki, og gleyma ekki frumherjunum, mönnunum sem lifðu „mögru árin‘ en gáfust ekki upp. Það var einmitt helsta hvatning Þorsteins heitins til leik- manna, að gefast aldrei upp. Vilji er allt sem þarf. Knattspyrnufélagið Valur heiðrar minningu Þorsteins B. Jonssonar og sendir ættingjum hans samúðarkveðj- ur vegna fráfalls hans. Hörður Hilmarsson Murdo McDougall 10/10 1908 20/10 1984 Látinn er í Glasgow Murdo Mc Dougall Valsmaðurinn og íslandsvin- urinn kunni. Murdo kom fyrst til ís- lands árið 1937 fyrir milligöngu séra Róberts Jack þjálfara Vals. Gerðist Murdo leikmaður með Val, en síðan þjálfari eftir að Róbert Jack flutti norður í land. Murdo þjálfaði hjá Val um tveggja ára skeið að þessu sinni, og gerði meistaraflokk félagsins að ís- landsmeisturum bæði árin, 1937 og 1938. Þessi lágvaxni en leikni knatt- spyrnumaður tók miklu ástfóstri við land og þjóð, og hafði ávallt í huga að koma aftur til starfa á íslandi. Til Vals kom Murdo aftur 1959 eftir að hafa þjálfað í Hafnarfirði um tíma. í fimm ár þjálfaði Murdo yngri flokka Vals af miklum áhuga og ósérhlífni, en vann einnig í Málningarverksmiðjunni Hörpu samhliða þjálfuninni. Sem leiðbein- andi yngstu leikmanna Vals var Murdo virtur og vel liðinn. Undir hans leið- sögn stigu margir efnispiltar sín fyrstu spor á knattspyrnuvellinum, piltar sem síðar meir urðu uppistaðan í 1. deildar- liði Vals og margir landsliðsmenn að auki. Þótt Murdo flyttist aftur til Skot- lands rofnuðu aldrei tengsl hans við ís- land og íslenska knattspyrnuáhuga- menn. Hér hafði hann eignast marga góða vini sem gleymdu ekki fórnfýsi Bjarni Jónsson 28/ 3 1913 21/12 1983 Vorið 1968 fluttu að Hlíðarenda hjónin Bjarni Jónsson og Anita Jóns- son. Tóku þau að sér að hafa umsjón með félagsheimili okkar Valsmanna. Ræktu þau hjónin það starf sitt af slíkri trúmennsku og smekkvísi að eftir var tekið. Raunar voru þau störf sem sinna þurfti í félagsheimilinu mest á herðum Anitu, enda hafði Bjarni heil- inn leigubifreiðaakstur að aðalstarfi. En hann var þó ætíð boðinn og búinn og lítillæti skotans skemmtilega. Murdo var boðið hingað til íslands 1981 til að vera viðstaddur hátíð á 70 ára afmæli Vals. Vinir hans buðu hon- um einnig hingað upp í fyrra er Murdo varð 75 ára, og var honum þá haldið samsæti. Islendingar á ferð í Skotlandi hittu oft þennan mikla knattspyrnu- áhugamann á leikjum í Glasgow, eða á hótelum þegar íslensk lið voru á ferð í heimaborg Murdo. Um miðjan októ- ber s.l. var Murdo umvafinn Valsvin- um og öðrum knattspyrnuáhugamönn- um þegar ísland og Skotland léku landsleik í Glasgow. Glaður og hress í góðum hópi, en fáum dögum síðar var hann allur. Knattspyrnufélagið Valur metur mikils þau störf sem Murdo Mc Dougall vann fyrir félagið, vináttu hans og tryggð, og sendir ættingjum hans samúðarkveðjur. Ægir Ferdinandsson/Hörður Hilmarsson

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.