Valsblaðið - 01.05.1984, Qupperneq 49

Valsblaðið - 01.05.1984, Qupperneq 49
VALSBLAÐIÐ 47 að rétta okkur Valsmönnum hjálpar- hönd hvenær sem þurfti. Bjarni var nokkuð dulur í skapi og flíkaði ógjarnan tilfinningum sínum. Af þeim sökum gat hann stundum virkað þurr á manninn. En þeir okkar sem kynntust honum fundu strax að undir hrjúfu yfirborðinu sló gott hjarta. Að leiðarlokum viljum við þakka Bjarna og Anitu dyggilega þjónustu og alúð við félag okkar, en árin þeirra á Hlíðarenda urðu fjórtán. Frú Anitu og öðrum ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þess að algóður Guð veiti þeim huggun í þungri þraut. Knallspyrnufélagið Valur Agnar Guðmundsson tímar liðu gera garðinn frægan, enda reyndist svo. Agnar valdi sér stöðu vinstri útherja og sló ekki slöku við æfingar, enda náði hann brátt slíkum árangri, að hann varð einn snjallasti vinstri útherji og leiknasti sem þá lék í þeirri stöðu hér. Agnar var einn af þeim köppum Vals sem færðu félaginu Islandsmeistarabikarinn eftirsótta á því sögulega ári 1930. Auk knattspyrn- unnar stundaði Agnar fimleika með mjög góðum árangri og hlaut viður- kenningar fyrir hvoru tveggja. Agnar var einstaklega góður félagi. Eg minnist þess að þegar ég gekk í Val bauð hann mig velkominn, jafnframt því sem hann óskaði þess að ég festi þar rætur í framtíðinni sem og varð. Ég kunni vel að meta þessa vinsemd. Er kom að því að Agnar lagði skóna á hilluna sneri hann sér að félagsmál- unum. Hann tók sæti í fulltrúaráði fé- lagsins, var í aðalstjórn um skeið og lét sig málefni félagsins miklu skipta. Hann reyndist þar sem annars staðar hinn glöggi og sanni félagi, alltaf reiðubúinn til góðra verka. Guðmundur Asmundsson 13/ 3 1938 29/ 6 1984 Guðmundur varð bráðkvaddur nú í sumar aðeins 46 ára gamall. Hann hafði verið að leik hér á Valsvellinum með starfsfélögum sínum hjá Hita- veitu Reykjavíkur, en þar hafði hann unnið í fjölda ára af stakri trú- mennsku, sem honum var eðlileg. Guðmundur lék talsvert knattspyrnu með Val á yngri árum, en fyrst og fremst minnumst við hans fyrir störf fyrir félagið í ýmsum stjórnum og nefndum um margra ára skeið. Hann sat í mörg ár í stjórn handknattleiks- deildar og þá var hann um tíma vara- maður í aðalstjórn Vals. Guðmundur var þó lengst starfandi í vallarnefnd, sem hefur umsjón og eftirlit með völl- um félagssins að Hlíðarenda. Hann var einn þeirra manna, sem lét sig hag félagsins mikið varða og fylgdist grannt með öllu, sem var að gerast í málum þess á hverjum tíma. Þeir voru ófáir leikirnir hjá Val, þar sem hann vantaði. Með Guðmundi Ásmundssyni er genginn góður félagi og einlægur Valsmaður, sem minnst er með virð- ingu og þökk fyrir óeigingjarnt starf í þágu Vals. Garðar Jóhannsson. Breiðfjörð 14/10 1910 19/6 1983 Agnar Breiðfjörð skipaði sér ungur að árum undir merki Vals og stóð þar stöðugur til aldurtilastundar. Hann hóf knattspyrnuferil sinn í yngri flokk- unum og sýndi þegar mikla hæfileika, svo ekki lék á tveim tungum, að þar átti Valur framtíðarefni, sem mundi er Valur á og hefur átt marga góða fé- laga og dugmikla í tímans rás. Um það vitna margþættar og miklar fram- kvæmdir á vegum félagsins, nú og áður. Megi Valur eignast sem flesta fé- laga Agnari líka, sanngjarna og ráð- holla. Agnar Breiðfjörð var fæddur í Reykjavík 14. október 1910 og andað- ist í Reykjavík 19. júní 1983, 73 ára að aldri. Einar Björnsson

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.