Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 50

Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 50
48 VALSBLAÐIÐ i Hólmgeir Jónsson 6/9 1910 16/111984 Föstudaginn 16 nóvember s.l. andaðist á gjörgæzludeild Borgarspít- alans Hólmgeir G. Jónsson á 75. aldursári. Hólmgeir var borinn og barnfæddur Reykvikingur. Á yngri árum átti hann heima í austurbænum, á gömlu og grónu Vals-svæði. Hann byrjaði snemma að leika knattspyrnu með Val og keppti með félaginu í öllum aldurs- flokkum. Hann var í sigurliði Vals á alþingishátíðarárinu 1930 er Valur hreppti íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Hann var alla tíð mjög áhuga- samur Valsmaður. Hann var í fyrsta fulltrúaráði félagsins og átti þar alla tíð sæti síðan. Hann tók þátt í fjöl- mörgum utanferðum Valsmanna. Þar má fyrst telja utanför Vals 1931 til Noregs og Danmerkur þar sem Valur lék 6 leiki. Hann tók mikinn þátt í undirbúningi þeirrar ferðar, en sá undirbúningur hófst raunar strax af fullum krafti þegar Valur hafði unnið sinn fyrsta íslandsmeistaratitil. Hólmgeir tók þátt í mörgum utan- landsferðum, bæði á vegum Vals og einnig með úrvalsliði Reykjavíkur- félaganna. Hólmgeir var í nefnd þeirri sem vann að uppbyggingu Hlíðarenda fyrstu árin, en kaupin á Hlíðarenda hafa öðru fremur markað spor í sögu Vals, og þeir sem þar lögðu hönd á plóginn voru framsýnir menn. Hólmgeir Jónsson var alla tíð mjög einlægur og traustur félagi í Val. Honum voru falin mörg trúnaðarstörf af hálfu Valsmanna, og öll rækti hann þau af stakri samvizkusemi og ósér- hlífni. Á síðari árum fylgdist hann vel með í starfi Valsmanna. Hann fór mjög oft á völlinn sem áhorfandi og hvetjandi Valsmenn í keppni þeirra. Hólmgeir var í eðli sínu félagslyndur maður. Hann barst aldrei mikið á og hafði engan áhuga á að láta mikið á sér bera. Hann var stækur reglumaður í hvívetna og vildi ekki vamm sitt vita. Hann var ævinlega léttur og glaður hvernær sem maður hitti hann. Sá sem þessar línur ritar átti því láni að fagna að vera í mörg ár nágranni Hólmgeirs. Það atvikaðist svo að við vorum báðir aldir upp í austurbænum og að sjálf- sögðu báðir Valsmenn. Árið 1945 fluttist ég í vesturbæinn og skömmu síðar byggði Hólmgeir ásamt öðrum, næsta hús, Grenimel 15, og bjó þar alla tíð síðan. Við vorum því ntjög nánir grannar í mörg ár og betri nágranna en Hólmgeir og fjölskyldu hans var ekki unnt að kjósa sér. Hann hafði alltaf tíma til að sinna öðrum og rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Hann var góður heimilisfaðir og hafði yndi af að umgangast fjölskyldu sína, og dætrabörnin áttu þar góðan afa, sem alltaf hafði tíma til að sinna þeim. Með Hólmgeiri Jónssyni er horfinn einn af þessum gömlu, góðu og traustu Valsmönnum, sem aldrei töldu el’tir að leggja sitt af mörkum. Valsmenn kveðja nú Hólmgeir með heilli þökk fyrir samstarfið. Bjarni Guðbjörnsson. popco |>T Fellsmúli 24. Pósthólf 4326, 124 Reykjavík. Sími 687788. Torfi Guðbjörnsson 5/12 1907 18/ 3 1983 Torfi Guðbjörnsson gerðist ungur að árum félagi í Val og var þar tryggur og góður félagi alla tíð síðan, eins og bræður hans Friðjón og Bjarni. Jens bróðir þeirra var aftur á móti lengi for- maður Glímutelagsins Ármanns og framámaður i íÞróttamálum landsins. Torfi var fremur fáskiptinn en vina- fastur og trygglyndur með afbrigðum. i Hann lék með 1. flokki Vals í kringum 1930 og var í liðinu sem vann I. flokks- mótið 1933. Torfi hafði veikst illa af inflúensu 1918 og gat hann aldrei á heilum sér tekið eftir það. Torfi vann ungur að árum í verzlun- inni Vísi Laugavegi 1 og einnig hjá J. Þorláksson og Norðmann. Síðan gerðist hann vallarvörður um skeið og nutu Valsmenn góðs af því. Seinustu árin vann Torfi hjá Tollstjóraembætt- inu í Reykjavík. Torfi giftist 1949 Rósu Jónatansdóttur Jónssonar gullsmiðs og eignuðust þau eina dóttur, sem nú er uppkomin og gil't. Blessuð sé minning Torfa Guð- björnssonar Með Valskveðju Þorkell Ingvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.