Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Side 42
r
18
stað hér um bil einu sinni á viku, og frá kveik-
ing tungls til fyrstu kvartilaskifta, eða frá fyrstu
kvartilaskiftum til tungls í fylling, o. s. frv., er
á milli sjö og átta daga. Öll veðrabrigði hljóta
því að verða innan hálfs þessa tímabils, eða inn-
an þriggja daga og átján klukkustunda hvers
kvartils, og helmingur þeirra veðrabrjgða ættu
að verða innan tveggja daga hverra kvartila-
skifta, að öllu forfallalausu. Þess vegna hafa
verið samdir formálar og veðurspár, í þeim til-
gangþ^ð segja fyrir veðrabrigði,er stöfuðu bæði
af vissum kvartilaskiftum á tunglinu, og eins af
því, hvenær þau áttu sér stað.
-Það er sagt, að Sir William Herschell heitinn,
svo ágætur stjörnufræðingur sem hann var, hafi
samið slíkar formála-bækur, sem nú ganga með-
al hinna fávísu undir nafninu: „HerschelPs veð-
urspár“; þærfinnast einnigí mörgum þeim alma-
nökum, er til eru búin handa alþýðu vorri.
Af eama toga spunnin er trúin á hinar
ímynduðu verkanir tunglsins á jarðyrkjuna, svo
aðt.d. þurfi aðhaga tilmeðsáning ýmsra fræteg-
unda eftir því, hvernig' stendur á tungli. Sú átt,
þar sem kvartilaskiftin verða á hinum sýnilega
himni, er álitið, að hafi ekki all-lítil áhrif á kjör
og kringumstæönr manna. I mörgum hinum
algengu almanökum finnum vér mynd af manni,
sem er umkringdur af tólf öðrum myndum, er
tákna hin svo nefndu sólmerki. Til forna hlut-
uðu stjörnufræðingar ársbraut sólarinnar í tólf
jafna hluti, 30° livern, sem þeir nefndu merki,
og gáfu sérstakt nafn stjörnuklasanum í hverju
út af fyrir sig, svo sem, aries, hrúturinn; libra,
metaskálarnar; leo, ljónið; caneer, krabbinn, o. s.
frv. Þegar tunglið á göngu sinni fór í gegnum