Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Qupperneq 43
19
eitthvert þessara raerkja, var álitið, aðþaðhefði
einhver leyndardómsfull áhrif á mannlega lík-
amsbygging, og að það hefði annaðhvortgóðar
eða vondar verkanir á jarðræktina.
011 þessi trú er grundvölluð á einskærri hjá-
trú, og er einkadóttir heimsku og trúgirni um-
liðins tíma. Af því að menn vita það, að túngl-
ið á göðan þátt í orsökum sjávarfalianna, þá
hefur sú ályktun verið dregin.að það á sarna hátt
hlj’ti að orsaka ,,föll'‘i gufuhvolfinu og þann-
ig valda veðurbrigðum. Hin eina sönnun. sem
fengin er fyrir loftföllum faerial tides), er aukin
þrýsting eða þyngd loftsins eins og loftþyngd-
armælirinn sýnir. En straumar eða föll, hvort
heldur á legi eða lofti, eiga sér einungis stað í
baráttu þyngdai’innar fyrir því, að ná aftur
jafnvægi sínu, sem komist hefur á ringulreið
fyrir verkanir utan að komandi aðdráttarafla.
Hinn hærri loftstólpi undir tunglinu, þegar að-
fall er, gerir ekki meiri þrýstingu en lægri
loftstólpinn, þegar útfall er, af þeirri ástæðu, að
það er lyfti-afl tunglins, sem valdið getur nokkr-
um hæðarmun. Á hinn bóginn sýna athuganir,
sem gerðar hafa verið á ýmsum stöðum og sem
nærfelt taka út yfir þrjá fjórðunga aldar, að ef
fall á sér nokkurn minsta stað í loftinu, þá er
það svo frámunalega létt og lítið, að hæðarmun-
urinn á kvikasilfri loftþyngdarmælisins er
minni en einn þús-hundraðasti hluti úr þuml-
ungi. Flóðöldur í lofti, sem verði til fyrir að-
dráttarafl tunglsins, eiga sér þess vegna í raun
réttri engan stað.
Sú skoðan er einnig mjög, alment ríkjandi,
að tunglið varpi frá sér hita, og á þann hátt
stuðli að því, að dreifa eða eyða skýjunum. En