Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Page 44
20
nákvæmustu athuganir, sem haldið hefur verið
fram um margra ára timabil,sýna, að ef tunglið
gefur frá sér hita, þá er hann í sannleika sagt
ekki merkjanlegur; og fer það mjög að líkum,
því hitastigið á yfirborði tunglsins lilýtur að
standa afarlágt, með því að þar er ekkert gufu-
hvolf, er hindra megi geisla sólarinnar frá því,
að streyma viðstöðulaust út í geiminn.
Veðurfræðislegum athugunum hefur verið
haldið fram í ýmsum löndum Evrópu og ann-
arsstaðar í þeim aðal-tilgangi, að fá vissu fyrir
tölu regndaga á þróunar og þverrunar tímabili
tunglsins; og í hverju einasta tilfelli liefur
árangurinn oi-ðið ófullnægjandi og ósamkvæm-
ur. Þannig t d á Suður-Þýzkalandi var það
uppgötvað, að tala regndaga á þróandi tungli
(frá nýju tungli til fulls tungls) um tuttugu
og fimm ára tímabil var, í samanburði við tölu
regndaga á þverrandi tungli, sex á móti fimm;
aftur á móti á Suður-Frakklandi var hlutfalliö
níu á móti eilefu, og í París varð uiðurstaðan
nærfelt gagnstæð.
I Canada og Bandaríkjunum hefir reynslan
einnig sýnt liið sama. Með athugunum hefur
ekkert orðið sannað. Og hafi orðið söm eða svip-
uð úrslit á tveimur eða fleiri stöðum, þá eru það
atvik, en ekki afleiðingar, sem því hafa valdið.
Þess vegna er óhætt að fullyrða, að tunglið á
ekki minsta þátt undir neinum kringumstæðum
í framleiðslu regns. Jafn-einskisverð eru þau
munnmæli, að nýkveikt mánahyrna, sem snýr,
því sem næst, lárétt við, segi fyrir votviðrasamt
tungl, en aftur á móti, ef hún er, þvi sem næst,
lóðrétt, þá verði það tungl þurrviðrasamt. Einu
sinni á hverjum nítján árum hlýtur máua-