Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Síða 45
21
hyrnan að snúa þannig, og er það óhjákvæmi-
lee afleiðing af göngu tunglsins á braut þess, sem
lítt merkjanlega, en eigi að síður jafnt og stöð-
ugt, breytir mynd mánahyrnunnar eða afstððu
hennar. Þeir, sem íúsir eru á að taka mark á
þessit, gera það af því, að þeir hafa af tilviljun
tekið eftir, að þessu hefur einhverntíma borið
saman, Og hafa veitt nákvæma eftirtekt, öllu
því, er sýnt gat og sannað, að óhætt væri að
taka mark á slíku, en hafa gengið fram hjá
hinu, er sýndi og sannaði hið gagnstæða. í
raun og veru er þetta sannfæring þeirra, af því
þeir girnast að lifa i sannfæring um það, sem
blátt áfram hefur ekki hin minstu rök við að
styðjast. |
Það er ekkert vandaverk, aðfinna svo mikla
samkyæmni í tilviljunum og hendingum, að
nægt geti til þess að réttlæta gamlar hégiljur.
Athugunum, sem taka útyfir tímabil margra
ára, hefur verið lialdið fram í ýmsum löndum
með því markmiði, að komast að niðurstöðu
um, hvort tunglið ætti nokkurn- þátt í veðra-
brigðum eða ekki; og hvervetna hafa úrslitin
einnig orðið ósamkvæm og einskisverð; þannig
t. d. urðu með eitt hundrað tunglkomum í röð,
fimmtíu og átta veðrabrigði; og með eitt hundrað
fyllingum á tungli urðu sexríu og þrjú; og með
eitt liundrað kvartilaskiftum sextíu og fjögur
veðrabrigði. Af þessu er að sjá sem nýjutungli
séu samfara fæst veðrabrigðí, en það er hið
gagnstæða við það, sem alment er álitið. í
stuttu máli sagt: öli vísindaleg athugun gengur
út á að sýna það berlega, að tunglið hafi ekki
hin minstu áhrif á veðrið. Erfðakenningar
þær, sem enn er framfylgt á ýmsum stöðum, og