Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Page 46
22
sem miða við ásigkomulag tungls, hvenær sá
skuli ýmsum frætegundum, o. s. frv., eru i raun
og veru of auðvirðilegar til þess, að eyðandi sé
bleki og penna til að hrekja þær
Það er ekki hægt að segja, að virkileg veður-
fræði hafi, enn sem komið er, náð þeirri við-
urkenning og sæmd, að geta talizt sem vísinda-
gi-ein; því að þannig er mál með vexti, að oss er
ekki auðið að vita nema lítið eitt um orsakir
þær, er valda breytingum á veðrinu. Svo
lengi sem þekking vor á rafmagninu i hinum
margvíslegu myndumþess ekki er orðin svo óend-
anlega miklu víðtækari en nú, hlýtur hm veð-
urfræðislega framsýni vor, yfirleitt talað, að
veiða einber ágiskan. Vér þekkjum orsakirnar
að staðvindunum (í nánd við miðjarðarlínuna);
vér getum sagt, hvenær þeir hefjast og hvenær
þeim slotar: en vér getum ekki gert grein fyrir
orsökum hvirfilvindanna á strætum vorum, og
miklu síður getum vér sagt einum deui eða jafn-
veleinni klukkustund fyrirfram,hvenær oghvar
hinum næsta hvirfilbyl slær niður. Vindar og
regnstormar hlýða engu kunnu lögmáli; þeir eru
sibreytdegir og svipulir í mesta máta, og eru
á hinum ýmsu stöðum háðir mörgum slíkum
áhrifum, sem t. a. m. fara eftir því, hvort þeir
blása í grend við strauma í hafinu, fjallgarða,
eyðimerkur, stór vötn, víðáttumikla skóga,
o. s. frv. Hér má einnig taka til greina
hitastig, raka, rafmagn og segulmagn loftsins,
enda þótt vér, í veðurfræðislegum skilningi, vit-
um litið sem ekkert um verkanir þeirra atta. í
sannleika sagt á hér nákvæmlega við það,
sem hinn heilagi meistari sagði: „Vindurinn
blæs og þú heyrir hans þyt. en ekki veist þú,
hvaðan hann kemur eða hvert hanu fer.“