Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Page 49
25
Krist.ján Jónsson á staó í lanclskoðunar-ferð um
suðurhluta Manitoba-fylkis. Orsökin til þess
að leitað var þana;að var sú, aðallega, aðenskur
maður. sem hét Everett Parsonage ojj; veiið
hafði í Nýja íslandi, var Huttnr suðvesturí fylk-
ið, hafði numið þar lancl cg lét vel af landkost-
um i bréfum sínum.
Þeir Sigurður Christopheison og Kristján
Jónsson fóru á róðrarbát til Winnipeg og þaðan
með gufubát til Emerson. Þaðan gengu þeir
til Nelsonville, en þar var þá lanclnámsskrif-
stofa; þaðan héldu þeir áfram göngu sinni til
Pilot Mound. Bjó Everett Parsonage þar skamt
frá, og til hans var ferðinni lceitið. Höfðu þeir
þá verið á gönguför sínni í 3 daga, og legið úti
um nætur. Þeir félagar fengu svo E. Pnrson-
age með sér í landskoðunarferð sina. liéldu
þeir síðan norðvestur og skoðuðu all-v’ða, og
alt noiður í township G, röð 13 og 14. I þeim
townShips var þá engin bygð, en 2 Englending-
ar, A. -A. EsplinogG. J. Parry, liöfðu komið
þangaö rétt áður og setst þar að og bjuggu í
tjaldi. Þeira féb'guin leist vel á landkosti, og
völdu þeir sér og nokkrum vinum sínum þar lönd.
Sí ðan .héldu þeir til baka hina sömu ltiö, til
Nelsonville. Sigurður Christoplierson skrifaði
sig þá fyrstur Islendinga fyrir landi i hinni svo
kölluðu Argyle-bygð. Kiistján Jónsson ski ifaði
sig ekki fyrir landi i það sinn.. I Nelsonville
skildu þeir félagar, og fór Krístján suður til
Dakotá og þaðan til Winnipeg. Sigurður sneri
aftur tii landnáms síns, gekk alla leið og bar orf
og )já á öxl sér. Set.tist hann að hjá þeirr. Esp-
lin og Parry og heyjaði þar n.okkuð í félagi við