Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Qupperneq 52
28
hríðum og ófærð síðustu dagana. Aður en þeir
lögðu á stað lét Skafti smíða hús, sem var 10
feta langt og 6 feta breitt, festi það ofan á sleða
og flutti í því konu og börn. Lítill ofn var í
húsinu, og í því sváfu ferðamenn þessirumnæt-
ur. Skúli hafði einnig hygt yfir sinn sleða, og
hafði ofn í, en einn uxi dró hvern sleða. Þeir
Skafti og Sigurður settust að hjá húsi Esplins,
því að þar nálægt var hey Sigurðar. Snjór var
yfir alt og stöðugir kuldar fyrstu 2 vikurnar.
Þeir hræður Skúli og Guðmundur settust að
nokkru austar, nálægt löndum sínum, og fóru
undir eins að 'koma sér upp bráðahirgðar-kofa,
—því að köld hafa pau hlotið að vera, þessi sleða-
hús þeirra, fyrir konur oghörn. Þegar veður
hlýnaði, fiutti hver á sitt land, og hjuggu þar
um sig eftir föngum.
Þetta sama vor, í Mai, lieimsóttu þessa ný-
byggjara fyrstir af löndum þeirra þeir Björn
Jónsson, sem áður er nefndur, Jón Jónasson
Landy frá Eystra-Landi í Axarfirði, Björn og
Hólmkell Jósefssynir, frá Vestara Landi ísömu
sveit,- Skoðuðu þeir og völdu sér lönd, en eng-
inn þeirra settist þar að í það sinn. En þetta
sumar í júlí fluttu til nýlendunnar, auk kvenna
og barna þeirra Sigurðar Christophersonar og
Guðmundar Normanns, þeir Þorsteinn Jónsson
frá ísölfsstöðum á Tjörnesi og Björn Jósefsson,
sá er fyrr er nefndur, ogforeldrar hans ogj'ngri
systkini, og Halldór Arnason, bróðir Skúla.
Hinn fyrsta vetur, 1881—1882, voru G íslenzk-
hýli í bygðinni, 3 í austurpartinum og 3 í hinum
vestari. I vesturpartinum voru þeir Skafti,
Sigurður og Björn, og í hinum eystri, Þor-
steinn, Guðmundur og þeir hræður Skúli og