Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Page 57
33
uppskeru- og þreskingai'tímann kemur margt af
verkamönnum frá öðrum stöðum. íslendingar
i Argyle eiga nú 7 gufu-þreskivélar og stýra
þeim að öllu leyti sjálfir,og oftast nær vinna ein-
ungis íslendingar við þær.
Verzlnn.
Á fyrstu árum byrjaði Sigurður Christopher-
son dálitla verzlun á heimili sínu. En sökum
hinna erfiðu aðflutninga gat hún ekki orðið
nema í smáum stíl, og eftir að járnbrautir voru
komnar og margar verzlanir alt í kring, hætti
Sigurður við þá verzlun, en seldi um nokkur ár
akuryrkjuverkfæri o. fl. Haustið 1886, þegar
járnbrautin kom til Glenboro, kom Eriðjón Erið-
riksson, sá er getið er um í landnámsþætti Nýja
íslands að fyrstur byrjaði verzlun í N.ísl., vest-
ur til Glenboro. Reisti hann sér þar verzlunar-
búð og hefur rekið þar all-stóra verzlun síðan.
Árið 1889 var önnur járnbraut lögð sunnan-
vert við nýlenduna, 12 mílum sunnan við Glen-
boro-brautina. Meðfram þeírri braut er þorpið
Baldur. Þar hefur Kristján Jónsson, einn af
fyrstu landnámsmönnum, haft töluverða verzl-
un með jarðyrkjuverkfæri o. fl. á síðustu ár-
um. Þar hefur líka faðir hans, Jón Björnsson
frá Héðinshöfða. dálitla bókaverzlun. Nokkrir
ungir íslendingar vinna einnig við verzlun hjá
hérlendum mönnum, bæði í Glenboro, Baldur og
Cypress River. I bæjum þessum eru einnig
ýmsir iðnaðarmenn íslenzkir, og reka sumir
þeirra verzlun í sambandi við iðn sína.
SUólar.
Eyrsta alþýðuskóla-hérað var myndað árið
1883, skólahús bygt og kensla byrjuð á næsta