Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Side 58
34
ári, og i öðrum pöi'tnm litlu siðar. En á síðari
árum liefur skólunum verið fjölgað og skólahér-
uðin minkuð, og iiestum skólunum haldið uppi
árið um kring. Á öllum skólunum eru íieirieða
færri börn hérlendra manna, Og kennarar ýmist
enskir eða islenzkir. Á fyrstu árum voru skól-
arnir ekki vel sóttir af isl-nzkum börnum, en á
síðari árum yfirleitt vel. Að eins 2 bændasynir
héðan liafa gengið A æðri skóla, þeir Thomas H.
Johnson, nú lögfræðingur í Winnipeg, sonur
Jóns Björnssonar frá Héðinshöfða í Þingeyjar-
sýslu, og Björn B. Jónsson, nú prestur i Minne-
sota í Bandaríkjunum, sonur Björns Jónssonar
frá Ási í Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu.
K irliju-nál.
Margir hinna fyrstu nýlendumanna liöfðu
verið í söfnuðum og kirkjufélagi þvi, er séra Jón
Bjarnason myndaði í Nýja Isiandi og W inni-
peg árið 1877, og liéldu fast við sömu stefnu í
kirkjumálum; og í sameiningu með íslenzka
söfnuðinum i Winnipeg kölluðu þeir séra Jón
Bjarnason til að koma vestur um haf og veita
þeim sameiginlega prestsþjónustu. 1. Janúar
1881 var haldinn fundur í liúsi Björns Sigvalda-
sonar; var þá myndaður söfnuður og kallaður:
,,Prikirkjusöfnuður“. I þann söfnuð gekk svo
fiest nýlendufólk, og voru grundvallar- og safn-
aðarlög séra Jóns Bjarnasonar viðtekin sem lög
safnaðarins. I okt 1881 kom séra Jón fyrst til
safnaðarins, og prédikaðí og vann ýms prests-
verk. 1SS5 skiftist söfnuðurinn i tvent. og var
hinn nýi söfnuður kallaðnr ,,Prelsissöfnuður“.
Alt fram aö 1890 liöfðu söfnuðirnir ekki aðra
prcstsþjóiristu en þá, að séra J. Bjarnason kom