Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Síða 63
39
vorið ’78 hafði eg dvalið missiristíma i Nýja ís-
landi, og farið um bygðina fram og aftur, jafn-
vel út um óbygðir þess. Þóttist eg þá vera far-
inn að sjá þess full merki, að Islendingar mundu
seint eða aldrei geta þrifist á þessu landi. Það
vœri auðsœtt, ef málið væri látið afskiftalaust
og eigi reynt til að finna annað betra land til að
vísa Ný-íslendingum og islenzkum innflytjend-
um á, að þá mundu fleiri ogfleiri að heiman verða
leiddir í sömu bágindin. Ásetti eg mér því, að
leita eftir betra landi strax um vorið, þótt litlar
líkur væru til, að margir gætu fært sér það í nyt
sökum hinnar miklu fátæktar.
Réðuet þá til ferðar með mér nokkrir menn:
Jóhann Hallson og Gunnar, sonur hans, og
Magnús Stefánsson frá Gimli, og í Winnipeg
bættust þessir tveir við: Sigurður Jósúa Björns-
son og Árni Þorláksson. Þegar vér fórum frá
Gimli, var oss helzt í huga, að ieitast ekki fj’rr
fyrir um land en vér kæmum til Lyon Co. í
jNIinnesota í samhandi við hina íslenzku bygð
þar.
Meðan vér áttum dvöl í Winnipeg, vildi svo
til, að Magnús Stefánsson hitti að máli blað-
stjóra nokkurn, er kvaðst kunnugur Norður-
Dakota og ekki geta visað oss á betra land en
væri við hin svo nefndu Pembina-fjöll. Þessi
maður virtist taka innilegan þátt í bágindum
ísl. í Nýja Islandi og vúldi hafa talað við mig
umþettaland Eg hugði fyrst, að þetta væri ein-
hver landspekúlant, sem ætti sjálfur lönd i þessu
héraði og vildi því, að þau bygðust sem fyrst.
En eg áleit þó rangt, að fyrirlíta ráð hans alger-
lega, og snerumst vér félagarþess vegna að því,
að nema staðar í Pembina strax fyrir sunnan