Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Síða 65
41
arnar blöstu við að vestan. Þótti oss nú útlit
landsins fara að verða það, sem vér á íslandi
köllum sveitarlegt. Undir eins og landið fór
þarna að lækka aftur fundum vér sömu feitu
jörðina sem áður á grassléttunum. Vér áðum
þarna nokkra stund, og kom oss saman um, að
snúa hér aftur, því liðið var á daginn og vér
orðnirlúnir. Sömuleiðis réðst það með oss, að
þeir félagar mínir skyldu verða hér eftir, og
rannsaka betur þetta land, er nú lá fyrir oss,
en eg skyldi, eins og eg hafði ætlað, skoða land í
Dakora og Minnesota þrjú hundruð mílum sunn-
ar. Eg taldi það þá sjálfsagt, að vér yrðum að
kjósa oss hér bygö austan undir heiðunum—þó
langt væri frá markaði að svo komnu — sakir
hinna miklu skóga, er vér þóttumst sjá hver-
vetna á þessu svæði, ef jarðvegurinn reyndist
jafn.-góður og þar sem vér þá vorum.
Lesarinn mun nú renna grun f, að vér vor-
um nú bunir að fá að líta það land — en þótt
mestmegnis álengdar —, sem nú nefnist Islend-
inga-bygð í Dakota, og mun þegar skipað meir
en 600 íslendingum, sem margir eiga fallega
akra og góðan bústofn.
Næstu nótt gistum vér hjá norskum manni,
B. Olson að nafni, sem bjó þar inni í skóginum
suðvestur af Cavalier, nýlega fluttur þangað,
einn sinnar þjóðar, með konu og börn. Hann
tók oss sem bræðrum sínum, og kvað oss vel-
komna i nágrenni við sig.
Nú líður eitt missiri. Þá kem eg aftur frá
Minnesota og Wisconsin til Mýja Islands sem
fastur prestur þeirra safnaða, sem höfðu mynd-
.ast þar vetrinum áður undir minni umsjón.
Á leiðiuni norður haföi eg gcrt krók á mig vest-