Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Side 67
43
sóttur nema af tillölulega fáum mönnum. Eg.
lýsti því þar yfir,að það væri að visu réttast fyr-
ir menn að sitja sem fastastir á Nýja Islandi,
ef þeir hefðu gildar ástæður til að vona, að þeir
gætu haft þar sómasamlega ofan af fyrir sér og
sínum, og lifað saman eins og kristnir og siðaðir
menn. En ef menn hefðu þær ekki, þá væri
það skylda þeirra, sjálfra sín og niðja sinna
vegna, að leita sem allra fyrst á allan leyfilegan
hátt eftir Kfvænlegri hústað. Eg gaf mönnum
þá þær upplýsingar um Dakota, sem eg gat.
Fnndurinn komst að lokum að þeirri niðurstöðu,
að fela okkur Ólafi Ólafssyni að semja lýsing af
Nýja íslandi og frumvarp til stjórnarinnar um
brottttutning þaðan. Það skyldi siðan ganga
um til undirskrifta þeirra, sem vildu vera með í
fyrirtækinu. Það leið fram yfir miðjan vetur.
Og fóru fleiri að brjótast í að komast suður fyrir
ríkja-línu til að skoða sig um. Þar á meðal var
Jón Bergmann, sem aftur skrifaði einhverjar
hinar greinilegustu fréttir héðan ofan til Nýja
fslands, og vakti hréf hans mikla eftirtekt
manna, því maðurinn er kunnugur að frábærri
gætni í orðum og verkum. Það má geta þess
hór, að frá Gimli til Pembina eru 120 mílur, og
þaðan vestur að heiðum 40 mílur. Þessa leið
urðu menn nú flestir að fara gangandi vegna fé-
leysis, enda var ekki hægt að sjá, hvernig kon-
ur og börn og gamalmenni ættu að geta komist
þetta hjálparlaust. En það var um að gera að
gefast ekki upp, því málið var alvarlegt og árið-
andi. en mótspyrnan mikil á allar lundir frá
hendi agentanna og vina þeirra. Eg átti sam-
tal um þetta við söfnuði mína, hvort það ekki
væri eindreginn vilji þeirra ac' flytjast suður, og