Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Page 69
45
sónulega að taka að mér að borga innan yissra
tíma,—og samskot frá Norðmönnum hingað og
þangað í Norsku sýnódunni. Spart var haldið
á öllu, eftir því, sem hægt var, og menn mega
eiga það, að þeir voru nýtnir og sparsamir þann
vetur.
Lesarinn gœti þess, að fiest-allar þessar fjöl-
skyldur hér höfðu ekki enn haft tækifæri til þess
að fá neitt úr jörð, og nú var um aðgera, að þær
gætu haldist við og unnið á löndurn sínum við
jarðyrkju og heyskap til undirbúnings undir
næsta sumar. En sem nærri má geta skorti
hæði útsæði og mat til þess um vorið 1880. Eg
fékk því Harald hróður minn, sem komið hafði
frá Wisconsin árinu áður með nokkuð af grip-
um til þess ásamt mér að setja gripi sína í veð
fyrir útsæði og mat, og talsverðu af nauðsyn-
legustu jarðyrkjutólum.—Um þetta leyti var eg
staddur suður í Minnesota til lækninga, en hafði
iðulega fréttir af því, hvernig gekk til hér
nyrðra bæði í Dakota og Nýja íslandi. Meðal
annars barst mér sú fregn, að í Nýja Islandi
hefði verið beitt allri orku til að koma í veg fyr-
ir, að Norðmenn veittu mér lengur nokkra hjálp
til þessa fyrirtækis. Hefði í þeim tilgangi verið
hoðaður fundur um alla nýlenduna. og því lýst
yfir að gjörðir mínar mæltust illa fyrir, og þætti
yfir höfuð til óvirðingar Islendingum. Á þeim
fundi hafði verið ályktað, að grein til mótmæla
útfiutningsfyrirtæki mínu skyldi rituð og sett í
norsk og ensk blöð. Skömmu síðar barst þetta
bréf mér í hendur á norsku. Eg las biéfið og
íhugaði efni þéss, og þóttist sjá, að það mundi
geta gert mér nokkurt ógagn í ’bráð, hvað sam-
gkot og aðra hjálp snerti; því nú lá hvað mest á