Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Side 70
46
henni, eftir því, sem ástatt var í Dakota. í
bréfinu var lýst yfir þvi, að þetta uppátæki mitt
væri með öllu óþarft. Framtíð væri hin ágæt-
asta i Nýja Islandi og almenningur hæstánægð-
ur með kjör sín. íslendingar sár-gramir yfir
slíku atferli mínu. Fréttir þær, sem eg hefði
ritað þaðan væru ósannar, og ýmislegt að öðru
leyti ranghennt.
Að öllu þessu íhuguðu sá eg það, að til þess
að veikja áhrif þessa bréfs um leið og það kæmi
út í blöðunum, varð eg tvent að gera: Fyrst það.
að r'ta fáein orð í blöðin móti þessu skjali; hitt
annað, að taka mér ferð á hendur meðal Norð-
manna í Minnesota, skýra málið fyrir þeim per-
sónulega og hvetja þá til bráðrar liðveislu. Fg
byrjaði á kaupmanninum, sem eg var hjá, sýndi
honum bréfið og fékk hann til að lofa að lána
bygð vorri eitt hundrað tunnur af hveiti til eins
árs, og fjörutíu nautgripi til tveggja ára — alt
með 10 prósent rentu. Þar næst reit eg yfir-
mönnum járnbrautarfélagsins St. Paul, Minnea-
polis & Manitoba f St. Paul Bað eg þá að skjóta
téðu láni norður til Pembina fyrir ekki neitt
(það er 400 mílur), því það hlaut annars að kosta
mig þrjú hundruð dollara. Félagið tók því strax
vel. Lánið kaupmannsins kom til Pembina (þó
eigi nema 25 gripir í það sinn). Fregnin flaug
upp undir lieiðar; vonir manna hrestust og lifn-
uðu, en helst ti! of margir voru þurfamenn fyrir
þessu. Kaupmaður hristi höfuð yfir ofdirfsku
minni, og kvaðst gera þetta alt fyrir mig. Eg
bað hann þá að lána mér hest til þess að ríða út
til norskra bænda í nágrenni við liann, og fá þá
til að lána mér jafn-marga gripi. Hann hló, en
iéði mér hestinn. Að tveim vikum liðnum lét