Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Side 71
47
eg reka þrjátíu og fjóra gripi inn í rétt kaup-
manns, sem þá þætti við níu gripum frá sér.
Því næst reit eg téðu járnbrautarfélagi í St.
Paul, sagði þeim frá, hvað bændur hefðu gert,
og spurði, hvað flutningur mundi nú kosta með
braut þeirra. Þeir svöruðu strax, að þeir skyldu
líka flytja það fyrir ekkert. En meiru vildu þeir
ekki lofa.
Sjálfur fylgdi eg þessum gripum, ásamt
tveimur norskum gripagæslumönnum, norður
til Pembina, og þaðan heim til mín. Var nú
sjáanlegur fögnuður af þessum feng, en fengur-
inn hvarf og brátt líkt og í sjóinn, því nú höfðu
bætst við í bygðina ýmsir örsnauðir menn frá
Nýja Islandi.
Eg hafði fengið þetta lán hjá bændum, með
sömu kostum sem liið fyrra, að því undanteknu,
að þeir létu mér eftir gripina með lægra verði,
þótt eg yrði hér að setja á þá líkt verð og hina,
til þess að geta brúkað suma af þeim til lúkn-
ingar nokkru af þeim skuldum, sem ámér hvíldi
að borga strax fyrir bygð vora, því til þess hafði
eg að eius $200.00 lán. Skömmu eftir þetta
kvaddi eg til fundar; skýrði fyrir mönnum, hvað
eg hefði gert, og leitaði fiekari upplýsinga um
ástand manna yfir höfuð og vonir þeirra um að
geta bjargað sér næsta vetur; því að svo fram-
arlega sem þeir gætu það, áleit eg,að bygðin væri
sloppin. Bauð eg mönnum að fara einar 200
mílur suður í Minnesota, og reyna enn að safna
lánsgripum hjá hinum norsku söfnuðum þar.
Var að því gerður góður rómur, og menn lofuðu
að gera alt, sem þeir gætu, til þess að leita sér
atvinnu, enda má óhætt fullyrða það, að fáir eða
3