Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Síða 73
49
selja alla,þegar liingað kom. En fyrir slík annes
▼erður aldrei siglt, og ekkert örðugt kærleiks-
verk framkvæmt, ef menn heyktust upp við það
að verða misskildir og grunaðir um græsku af
sumum. Nú virtust þá loksins vera fullar líkur
til, að bygð vor mundi bjargast næsta vetur, því
ýmsir voru og þeir, sem höfðu töluvert úr jörð
það haust (1880), og auk þess voru nokkrir sjálf-
bjarga menn, og jafnvel kraftmenn, komnir
hingað í bygð vora það sumar frá Lyon Co.,
Minnesota, og frá Shawano Co., Wisconsin.
Margir komnir aftur úr kaupavinnu með tölu-
vert fé. Og margir nýir menn norðan úr Winni-
peg og Manitoba með talsverðum krafti.
I Nýja Islandi var nú svo ástatt, að jafnvel
sumir þeir, sem höfðu hafið það land upp til
skýjanna vorinu áður, voru nú uppgefnir, og
langaði þá þaðan út af lífinu. Þvi skömmu eftir
það, að hið áður nefnda skjal hafði birst i blöð-
unum,ylgdist Winnipeg-vatn og fiæddi viða inn
yfir bygðina, svo að augu sjóndapurra manna
lukust upp og þeir jatnvel sáu nú, að Nýja Is-
land var þá yfir höfuð of deiglent til þess að
miklar bygðir gætu þrifist þar. Þessu flóði
fylgdu og önnur Heiri, enda gáfust þá höfundar
áðurnefnds skjals upp að senda nýjar skýrslur
til blaðanna um ánægjulegt ástand Nýja Islands.
Síðan er nú liðið á annað ár, og er merkilegt
að sjá, hversu bygð vorri hefir skotið fram á
þessu tímabili, enda mun nú enginn lengur efast
um, sem nokkuð þekkir til hér, að hún muni
komast í fagran blóma innan fárra ára. Ber til
þess eigi hvað minst sá atburður, að voldugt
járnbrautarfélag virðist hafa staðráðið, að
leggja járnbraut sina austan heiðanna eftir ný-