Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Page 77
Séra PÁLL ÞORLÁKSSON
var fæddur í Húsavíkur kauptúni í Þingeyjar-
sýslu 13. nóvember 1819. Foreldrar hans Þor-
lákur Gunnar Jónsson og Iienríetta Lovísa fædd
Nielsen (dóttir N. J. Nielsens verzlunarstjóra í
Húsavík) eru enn á lífi (að Mountain, N.-D.J.
Hann kom í latínuskólann í Beykjavík ár-
ið 18S6 og út.skrifaðist þaðan með heiðri 1871.
Á næsta ári snemma að vorlagi réðst hann í
vesturför til Ameríku ásamt með Haraidi bróð-
ur sínum, Árna Guðmundsen, Árnabjarna
Sveinbjörnsen, Hans B. Thorgrímsen og fieirum
ungum mönnum. Sumarið sama kyntist hann
ýmsum málsmetandi prestum Norsku synód-
unnar, og leiddi sá kunningskapur til Jpess,
að hann haustið á eftir (1872) tók til að lesa
guðfræði á prestaskóla hinnar þýsku Missouri-
synódu í bænum St. Louis, Missöuri. Dvaldi
hann þar við nám í þrjá vetur; útskrifaðist
þaðan vorið 1875. Yígðist hann svo til piests
skömmu síðar um sumarið. Var hann fyrst
prestur norskra og íslenzkra safnaðaí Shawano
county í Wisconsin-ríki. Hafði hann sjálfur
gengist fyrir myndau íslenskrar nýlendu þar.
Og í bygð þeirri bjuggu meðal annara foreldr-
ar hans, sem þá fyrir löngu (1873) voru komm
hingað vestur, frá íslaudi. Bn haustið 1877
tók séra Páll að sér prestsþjónustu í nokkrum
hluta Nýja fslands og myndaði þar söfnuði,
svo sem segir í landnámsþætti Ný-íslendinga í