Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Síða 81
57
inn; „að visu hef eg ekki séð hann, en eg heyrði
grönina og furuna vera að syngja um hann í
kvöld, þegar mig bar yfir skóginn“.
,,Irr-r-r! irr-r-r!“ hvein í vindinum, sem kom
nú aftur öskurjúkandi þar að, semBarbara stóð.
,.Eg hef alstaðar verið að leita að þér, drífu-
hnoðrinn minn litli! Komfiu nú með mér.“
Og án frekari umsvifa hrifsaði vinduriun
drífuhnoðrann, og þeytti honum eftir strætinu,
og sveiflaði honum í glaðlegum dansi gegnum
stálkalt næturloft hávetrarins.
Það marraði í snjónum undir íótunum á
Barhöru litlu, þegar hún ráfaði þarna alein á
gaddinum. Hún staldraði við til þess að virða
fyrir sér djásnin og dýrgripina, sem raðað hafði
verið í húðargluggana. Dýrð Ijósanna og þau
ógrynni af glóandi jólagullum og tilætluðum
gjöfum glöptu henni algjörlega sjónir. Dndar-
legt sambland aðdáunar, öfundar og sorgar
fyltu vesalings litla hjartað hennar.
„Svo sárt sem mig langar til að eiga þau,
má það þó aldrei verða“, sagði hún við sjálfa
sig; — ,,en eg má þó gleðja augu mín við það að
horfa á þau.“
„Snáfaðu hurtu héðan“, drundi við vonsku-
full rödd. „Hvernig helduiðu að ríkisfólkið
geti komist að, til þess að sjá hinn kostulega
jólavarning minn, ef þú liggur hér í gluggun-
um ? Burt með þig beiningakindin þín !“
Það var kaupniaðurinu sjálfur, og hann rak
henni svo grimmilegan löðrung, að hún hraut
undan högginu, og kom niður á höfuðið í skafi-
inn, sem lagt hafði í rennuna. Litlu síðar kom
hún að stórhýsi einu, þar sem mikil gleði var og
dýrðlegt hátíðahald. Öllum hlerum-hafði verið