Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Page 82
58
slegið opnum, og Barbara sá í gegnum glugg-
ann yndislegt jólatré, sem stóð á miðju gólfi í
háum og rúmgóðum sal,—yndislegt jólatré, sem
blossaði alt og blikaði af rauðum og grænum
ljósum. Greinar þess svignuðu undan alls-
konar barnagullum ogstjörnum og krystallskúl-
um, og þeim ákjósanlegustu gjöfum, sem lítil
börn óska sér helst að eiga, um jólin. Það var
líka gleðibragur á hópnum, sem raðaði sér hring-
inn í kringum þetta jólatré; fjörið og fögnuður-
inn skein út úr andlitum barnanna, og allir, sem
þar voru inni, voru svo sælir og glaðir að sjá.
Barbara heyrði, að það var verið að sjTngja
sálrna um konungssoninn, sem væntanlegur var
með morguns-árinu.
„Þettaer sjálfsagt húsið, sem konungsson-
urinn ætlar að gista í“, hugsaði Barbara með
sér. „Það vildi eg, að eg mætti fá að sjá fram-
an í hann og hlýða á orðin lians; — en hvað
mundi hann hirða um mig, aumingja ‘beininga-
kindina* litlu ?“
Svo ráfaði Barbara litla á stað, skjálfandi
og kvíðandi í hríðinni, en gat þó ekki annað en
verið að hugsa um konungssoninn.
„Hvert ætlar þú?“ sagði hún við vindinn,
um leið og hann náði lrenni.
„Til dómkirkjunnar'1, hvein í vindinum,
skellihlæjandi. „Ríkisfólkið streymir nú þang-
að, og eg ætla að gamna mér við það dálitla
stund, ha-ha-ha!“
Og vindurinn þaut fram hjá og þyrlaði
snjónum upp, og rak hann á undan sér í áttina
til dómkirkjunnar.
,,Það er þá víst von á konungssyninum
þangað1, hugsaði hún. „Kirkjan er ljón andi