Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Side 83
59
falleg; fólkið ætlar sjálfsagt að sverja honum
þar sinn hollustu-eið. Hver veit nema eg fái að
sjá hann, ef eg fer þangað?“
Svo rölti hún til dómkirkjunnar. Þar var
fjöldi af prúðbúnu fólki, og viðhafnar söng-
list valt í hreimþungum öldum frá orgelinu, og
fólkið söng undursamlega sengva, og klerkur-
inn flutti bænir af frábærri mælskusnild. Oll
þessi hátíðlega viðhöfn í kirkjunni var í því
skyni, að vegsama konungssoninn og fagna
væntanlegri komu hans. Fólkið, sem var að
streyma út og inn, talaði ekki um annað en kon-
ungssoninn. Barbara varð með öllu gagntekin
af lotningarfullri ást til konungssonarins, vegna
liinna mörgu fögru orða, sem hún heyrði töluð
um hann.
„Viljið þér vera svo góður og lofa mér að
setjast inni í kirkjunni?“ spurði Barbara hringj-
arann.
,,Nei“, sagði hringjarinn, önugt, því að nú
var mikilvæg stund og stórhátið, oghann þurfti
að gegna stöðu sinni; þess vegna hafði hann
engan tíma til að eyða orðum við eitt lítilmót-
legt beininga-barn.
,,En eg ætla að vera undur siðpvúð og góð“,
sagði Barbara sér til varnar. ,,Verið þér nú
svo góður, að lofa mér að sjá konungssoninn.11
,,Eg hef einusinni sagt nei, og það situr við
það“, sagði hringjarinn og hvesti sig. „Hverju
mundir þú geta offrað konungssyninum? og hvað
mundi konungssonurinn hirða um þig? Burt
með þig nú, og vertu ekki að þvættast hér í dyr-
unum!“
Og hann hratt henni í reiði út úr dyrunum.
Barnið valt niður í miðjar klökugar dómkirkju-